Asískt Hlaðborð á Sjávarborg

Í samstarfi við HIP festival verður hlaðborð hlaðið fjölbreyttum réttum, sem eiga rætur sínar að rekja til asískrar matargerðar haldið á Sjávarborg laugardaginn 8.október.
Satay kjúklingur, nautakjöt í ostrusósu, vorrúllur, djúpsteiktar rækjur, súrsætt svínakjöt, andasalat, núðluréttir, SUSHI ásamt mörgu öðru verður á boðstólum á hlaðborðinu.
Verð: 4850 kr á manninn.
Ath að þeir sem kaupa sér miða á hlaðborðið fá 15 % afslátt af kvöldsýningunni Noose á HIP festival sem hefst kl. 20:00 sama kvöld.
Tilvalið er að skella sér út að borða og beint á sýningu á eftir.
Borðapantanir í síma 451 3131,
í gegnum tölvupóst info@sjavarborg-restaurant.is eða í gegnum skilaboð á Facebook
Var efnið á síðunni hjálplegt?