Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra

Árshátíðin hefst kl. 20:00

með skemmtiatriðum í Félagsheimilinu Hvammstanga.

Dansleikur fyrir alla fjölskylduna hefst um kl. 22:00 og stendur til kl. 00:00.

 

10. bekkur verður með sjoppu og kaffisölu um kvöldið. Sjoppan verður opnuð kl. 19:30 og er opin þar til sýning hefst. Kaffisala verður á neðri hæð í félagsheimilinu og verður opnuð að skemmtiatriðum loknum og kostar kaffi og meðlæti 1000 kr.

 

Miðaverð á árshátíðina:

 

Skemmtiatriði og dansleikur 2.000 kr.

 

Kaffiveitingar og dansleikur

fyrir nemendur skólans  1.000 kr.

 

Nemendur drekka í matsal meðan á sýningu stendur.  

Generalprufa verður kl. 10:00 á föstudag og þar sjá nemendur öll atriði. Aðgangseyrir á generalprufu fyrir aðra en nemendur er 1.000 kr, miðar seldir við inngang.

 

Athugið að ekki er hægt að greiða með kortum. Hægt er að leggja inn á reikning nemendafélagsins (0159-06-60055 / kt. 540611-0680) og framvísa kvittun við inngagn eða greiða með reiðufé við inngang.

 

Ef fleiri en tveir nemendur eru frá sama heimili,

er frítt frá og með þriðja barni.

Börn undir grunnskólaaldri fá frítt inn á árshátíðina.  

Miðar seldir við inngang - enginn posi

 

Allur ágóði af skemmtuninni rennur í ferðasjóð nemenda.

 

Árshátíðarkveðja frá nemendum og starfsfólki

Grunnskóla Húnaþings vestra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?