15. júní ball Flagarasveitarinnar

Flagarasveitin heldur ball í félagsheimilinu á Hvammstanga laugardagskvöldið 15. júní. Nánar auglýst síðar.

Sveitin hefur verið ansi góð á æfingum undanfarið en þá er spurning hvort hún sé að toppa á vitlausum tíma. Það er bara ein leið til að komast að því kæru vinir.
Þið ættuð nú flest að kannast við okkur. Menn á öllum aldri. Smiðir og kennarar, bændur og prjónarar. Og eins og við erum alls konar þá verða spiluð alls konar lög. Eitthvað sem allir ættu að kannast við en ekki þetta týpíska. Svo erum við líka með harmonikkuleikara. Það er ógeðslega töff.
Var efnið á síðunni hjálplegt?