Vinnuskóli Húnaþings vestra 2013

Húnaþing vestra mun starfrækja vinnuskóla í sumar fyrir 13-16 ára ungmenni. Vinnuskólinn verður starfræktur frá 6. Júní – 8. ágúst. Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags og frá klukkan 8:30-12:00 á föstudögum. Verkbækistöð er að Norðurbraut 10, Hvammstanga. Mögulega verður starfsstöð á Borðeyri, líkt og var síðasta sumar.

Ungmenni fædd árið 1997
fá vinnu í 9 vikur.
Tímabil: 6. Júní - 8. ágúst
Laun á tímann m/orlofi 648,00 kr.
Tekjumöguleikar 167,832 kr.

Ungmenni fædd árið 1998
fá vinnu í 7 vikur.
Tímabil: 6. Júní – 25. júlí
Laun á tímann m/orlofi 521,00 kr.
Tekjumöguleikar 115,234 kr.

Ungmenni fædd árið 1999
fá vinnu í 5 vikur.
Tímabil: 6. Júní – 11. júlí
Laun á tímann m/orlofi: 445,00 kr.
Tekjumöguleikar: 65,638 kr.

Ungmenni fædd árið 2000
fá vinnu hálfan daginn í 4 vikur.
Tímabil: 6. Júní – 4. júlí
Laun á tímann m/orlofi: 371,00 kr.
Tekjumöguleikar 25,970 kr.

Launatímabil
1. útborgun:Launatímabil: 6. júní – 25. Júní, útborgunardagur: 1. júlí
2. útborgun:Launatímabil: 26. júní – 12. Júlí, útborgunardagur: 17. júlí
3. útborgun:Launatímabil: 15. júlí – 26. júlí, útborgunardagur: 1. ágúst
4. útborgun: Launatímabil: 29. Júlí – 9. ágúst, útborgunardagur: 14. ágúst
aðeins er greitt fyrir unnar vinnustundir.

Innritun
Innritun í vinnuskólann fer fram í Ráðhúsinu, Hvammstanga og í síma 455-2400 og eru umsækjendur hvattir til að innrita sig sem fyrst og eigi síðar en 24.maí n.k. Við innritun þarf að gefa upp bankaupplýsingar. 16. ára ungmenni þurfa að skila inn skattkorti við upphaf vinnu.

Sumarvinna við grasslátt og almenn garðyrkjustörf.
Umsækjendur munu  starfa við grasslátt og almenn garðyrkjustörf í sveitarfélaginu undir stjórn flokksstjóra. Umsækjendur skulu vera 17 ára og eldri.
Krafist er stundvísi, ástundunar og reglusemi. Daglegur vinnutími er virka daga frá kl. 08:15-16:15
Umsóknum skal skila í Ráðhúsið eða á netfangið umhverfisstjori@hunathing.is fyrir 15. maí n.k.

Skipulag og stjórnun

Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri.

Vinnuskólinn

Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, félagslega skapandi vinnustaður, með kennslu í almennri vinnuskólavinnu og skýrar reglur varðandi vinnuumhverfi. Vinnuskólinn starfar við öll almenn verkefni sem lúta að umhirðu og snyrtingu sveitarfélagsins, auk lóðasláttar fyrir örorku- og ellilífeyrisþega.

MarkmiðVinnuskólans
er að  sinna vinnuuppeldi s.s almennum samskiptareglum, ástundun og vinnusemi.
Skóli en ekki slegið af kröfum um afköst. Undirbúningur fyrir almennan vinnumarkað.
Kynning á grundvallaratriðum í vinnubrögðum og meðferð verkfæra.
Efling ábyrgðar fyrir nánasta umhverfi. Virðing gagnvart vinnu, yfirmönnum og íbúum sveitarfélagsins. Að nemendur hafi ánægju af að skila góðu verki. Fyrst og síðast hafi gagn og gaman af vinnunni.

Starfsmenn

Umhverfisstjóri:

Yfirumsjónarmaður og ábyrgðaraðili. Skipuleggur alla verkefnavinnu. Hefur eftirlit með vinnu og framkvæmdum.

Verkstjóri/yfirflokkstjóri:

Ásamt því að hafa umsjón með vinnuhóp þá sér hann um daglegan rekstur í samstarfi með umhverfisstjóra. Hefur eftirlit með flokkstjórum og er þeim til halds og trausts. Deilir út verkefnum og kemur vinnu af stað. Hefur yfirlit yfir vinnu og verkefnastöðu. Hefur umsjón með vinnutímum og kemur þeim til skila. Sér um innkaup fyrir vinnuskóla í samráði við Umhverfisstjóra..

Flokkstjórar:

Umsjón með vinnuhópum 13-16 ára og 16 ára og eldri. Annast verkstjórn, kennslu og vinnuuppeldi. Leiðbeina og aðstoða starfsmenn/nemendur við vinnu. Starfa með nemendum. Gera vinnuskýrslur.

Ungmenni 16 ára og eldri (sláttuhópur):

Vinna með sláttuvélar og vélorf á opnum svæðum og stofnanalóðum sveitarfélagsins, auk þess að sinna lóðaslætti fyrir örorku- og ellilífeyrisþega undir stjórn flokkstjóra. Þá er einnig unnið við almenn garðyrkjustörf ef svo ber undir. Fylla skal fylla út nótur vegna garðsláttar í einkagörðum jafnóðum.

Ungmenni 13-16 ára:

Vinna við hreinsun og snyrtingu á opnum svæðum í Húnaþingi vestra og við lóðir stofnana. Almenn útistörf/garðyrkjustörf s.s tyrfing, gróðursetning, hirðing beða, málun og fleira. Skipt upp í hópa, 6-10 í hóp með einn flokkstjóra.

 

 

Reglur Vinnuskólans:

 

  1. Öllum nemendum og starfsmönnum vinnuskólans ber að sýna samstarfsmönnum sínum og öllum bæjarbúum fyllstu kurteisi og tillitsemi.
  2. Flokkstjóri er verkstjóri á vinnustað og skulu undirstarfsmenn hans fylgja fyrirmælum hans.
  3. Flokkstjóra er ekki heimilt að skilja nemendur vinnuskólans sem hann hefur umsjón með án eftirlits og ber að vera hjá sínum flokki á vinnutíma, þ.m.t. kaffitíma.  Flokkstjórar eiga að sýna gott fordæmi með heilbrigðum lífsstíl og leggja áherslu á vinnusemi, stundvísi og heiðarleika.
  4. Öllum nemendum og starfsmönnum vinnuskólans ber að mæta stundvíslega. Veikindi og önnur forföll á að tilkynna hið fyrsta til Flokkstjóra/verkstjóra af forráðamanni nemenda.
  5. Notkun tóbaks og annarra vímuefna er bönnuð.
  6. Sjoppu- og búðarferðir eru ekki leyfðar á vinnutíma, nema á sérstökum dögum.
  7. Notkun farsíma við vinnu er ekki heimil.
  8. Óski starfsmaður eftir leyfi þarf hann að tilkynna það verkstjóra með fyrirvara.
  9. Nemendur og starfsmenn vinnuskólans eiga að ganga vel og þrifalega um þar sem þeir eru að vinna og fara vel með þau verkfæri sem notuð eru.
  10.  Nemendum og starfsmönnum vinnuskólans ber að nota persónuhlífar við störf ef til þess er ætlast. Nemendum er skylt að nota öryggisvesti í vinnutímanum.

 

 

Flokkstjóri hefur í samráði við verkstjóra heimild til að senda einstakling heim úr vinnu og skal hann tilkynna forráðamanni ástæðu brottvikningarinnar. Við síendurtekin eða mjög alvarleg brot á reglum vinnuskólans er hægt að vísa einstaklingi alfarið úr vinnuskólanum.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?