Leiðrétting launa vegna endurskoðunar starfsmats

Bókun 2 um endurskoðun á starfsmatsniðurstöðum
Aðilar eru sammála um að þörf sé á markvissri heildarendurskoðun á
starfsmatsniðurstöðum og starfsmatskerfinu til að tryggja að niðurstöðurnar
endurspegli störf og starfsumhverfi sveitarfélaga. Endurskoðunarvinnan felur meðal
annars í sér samanburð á mati á störfum þvert á svið (þverkeyrsla) og starfsstaði
sveitarfélaga og þess gætt að ekki sé um ómálefnalegan mismun að ræða. Breytingar
sem leiða til launahækkana vegna þessarar endurskoðunar munu taka gildi frá
upphafi þessa samnings.
Í samræmi við ofangreinda bókun gilda breytingar á launaröðun vegna endurskoðunar frá
1. maí 2014 og leiðréttast samkvæmt launatöflu II í núgildandi kjarasamningi. Er þetta í
samræmi við framkvæmd fyrri leiðréttinga á starfsmati og er óháð því hvort breytingin
kemur til framkvæmda eftir að nýr kjarasamningur tekur gildi.
Miða skal við að breyting á launaröðun starfsmanna samkvæmt endurskoðuðu starfsmati
komi til framkvæmda 1. ágúst, en þó eigi síðar en 1. september 2015.
Í ljósi þess að um töluverða vinnu er að ræða er sveitarfélögum gefið svigrúm til 1. október
2015 til að framkvæma afturvirkar launabreytingar starfsmanna. Sveitarfélög eru þó hvött
til að ljúka leiðréttingum eins fljótt og kostur er.
Lækki starf í kerfisbundinni endurskoðun skal starfsmaður halda óbreyttri launaröðun en
nýir starfsmenn taka laun samkvæmt gildandi starfsmati.

Samkvæmt leiðbeiningum þessum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er leiðréttingu launa að mestu lokið hjá Húnaþingi vestra og kom til útborgunar 20. ágúst sl.

Ef einhverjar spurningar vakna þá veitir launafulltrúi allar nánari upplýsingar.

Helena Halldórsdóttir
launafulltrúi

helena@hunathing.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?