982. fundur

982. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 22. október 2018 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur: 

1.      1810010  Lagt fram bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarsjóði dags. 2. október sl. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiárið 2018/2019.  Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk.  Sveitarstjóra falið að senda inn umsókn.

2.      1809057  Lagt fram sameiginlegt bréf frá eigendum Sæbóls, Ástmundi og Hanný Norland og eiganda Ytri-Árbakka Ingvari H. Jakobssyni dags. 14. september sl.     
Í bréfinu gera þau athugasemdir við og krefjast úrbóta á frárennslismálum frá sláturhúsinu á Hvammstanga.  Heilbrigðiseftirlitið er með málið til meðferðar sem eftirlitsaðili og í  fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 9. október sl. er fjallað um athugasemdir við frárennslismál sláturhúsa á svæðinu þar sem heilbrigðisfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.

3.      1810008 Lögð fram styrkbeiðni frá Samtökum um kvennaathvarf fyrir árið 2019 dags. 2. október sl.  að upphæð kr. 100.000.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

4.      1810020  Málefni fatlaðs fólks.  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrstu 8 mánuði ársins.  

5.      Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
a)    1810014  Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 9. október sl.
b)    1810027  Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. október sl.

6.      1810015  Lagt fram til kynningar bréf frá Flugklasanum Air66 dags. 8. október sl.
Greinargerð um starfsemi flugklasans frá 21. mars-7. október 2018.

7.      1810022  Lagt fram erindi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands vegna verkefnisins Ræsing, átaksverkefni um atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.  Lögð fram drög að samningi milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Húnaþings vestra um Ræsingu í Húnaþingi. Samkvæmt samningnum er hlutur Húnaþings vestra í þróunarsjóð er kr.500.000.  Byggðarráð samþykkir samninginn, tilnefnir Ingveldi Ásu Konráðsdóttur í stjórn og felur sveitarstjóra undirritun samningsins.    

8.      1810021  Lagt fram bréf Ríkiseigna dags. 10. október sl. þar sem óskað er eftir umsögn/samþykki vegna fyrirhugaðra landskipta á lóð út úr jörðinni Tjörn 1.  Erindinu vísað til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs.       

9.      1810024  Lögð fram styrkbeiðni frá Aflinu samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi dags. 4. okt. sl.   Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

10.  1810028  Lögð fram til kynningar ályktun frá fundi íbúa við þjóðveg 711, Vatnsnes og Vesturhóp. Í ályktuninni er skorað á sveitarstjórn að þrýsta á stjórnvöld um vegaúrbætur.   Byggðarráð fagnar því frumkvæði sem íbúar við veg 711, Vatnsnes og Vesturhóp, sýna með fundinum og greinargóðri ályktun.  Byggðarráð tekur heils hugar undir ályktunina sem og athugasemdir og áhyggjur íbúa varðandi ástand vegarins.  Byggðarráð mun leita allra leiða til að þrýsta á stjórnvöld að koma veginum í ásættanlegt ástand.   

11.  1810032 Lögð fram til kynningar ársskýrsla leikskólans Ásgarðs skólaárið 2017 - 2018.

12.  1806010 Bréf frá Gunnari Sæmundssyni formanni eignaréttarnefndar sem skipuð var til að fylgjast með hugsanlegum þjóðlendukröfum í landi Húnaþings vestra sem áður tilheyrði fyrrum Bæjarhreppi, Strandasýslu.  Fram kemur í bréfinu að engin krafa kom í land sem tilheyrði fyrrum Bæjarhreppi.  Byggðarráð þakkar nefndinni, þeim Gunnari Sæmundssyni frá Hrútatungu, Heiðari Skúlasyni, Ljótunnarstöðum og Sveinbirni Jónssyni, Skálholtsvík fyrir vel unnin störf og þeirra hlut í þeirri farsælu niðurstöðu sem nú liggur fyrir.

Samþykkt að taka á dagskrá:

13.  1808008 Lagt fram til kynningar erindi frá stjórn félagsheimilisins á Hvammstanga vegna leiguverðs. 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15:20

Var efnið á síðunni hjálplegt?