949. fundur

949. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 25. september 2017 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhúss.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín R. Líndal, aðalmaður og Elín Jóna Rósinberg aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

Afgreiðslur:

 1. Stjórn Félagsheimilisins á Hvammstanga mætir til fundar við byggðarráð.  Farið yfir málefni og stöðu félagsheimilisins, viðhald ofl.
 2. 1709067  Umsóknir um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
  Sveitarstjóri kynnti þær umsóknir sem bárust, alls 13 umsóknir.
  Umsækjendur eru:
  Anna Gréta Ólafsdóttir
  Ásdís Sigurðardóttir
  Björn Líndal Traustason
  Bryndís Sigurðardóttir
  Guðmundur Andri Bergmann
  Hans Gústafsson
  Ingibjörg Jónsdóttir
  Kristján Eiríksson
  Oddur Sigurðarson
  Olga Hanna Möller
  Ólafur Kjartansson
  Sigurjón Þórsson
  Skúli H. M. Thoroddsen
  Ráðningarskrifstofa vinnur nú að mati á hæfi umsækjenda.
 3. 1709019  Lagt fram bréf Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags 11. sept. sl.  Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiárið 2017/2018.  Umsóknarfrestur er til 15. október nk.  Sveitarstjóra falið að senda inn umsókn.
 4. 1709018  Lagt fram til kynningar bréf Geirs Karlssonar, yfirlæknis og Ágústar Oddssonar, læknis  til grunnskóla Húnaþings vestra vegna umferðaröryggis skólabarna.  Erindið verður skoðað með skólastjóra grunnskólans og Vegagerðinni.
 5. 1709064 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 12. september sl. 
 6. 1709065 Lagt fram tölvubréf frá SSNV um möguleika á sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra þ.e. í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra.  Byggðarráð lýsir áhuga á málinu og mun svara erindinu innan tilskilins frests  sem er 31. október.
 7. 1709066  Lagt fram tölvubréf dags. 12. september sl. frá Kristjáni Sigurðssyni, beiðni um nýja ljósastaura við nýtt hús á Breiðabólstað. Byggðarráð samþykkir vegna sérstakra aðstæðna flutning ljósastauranna.  Staurarnir verði staðsettir í samræmi við reglur sveitarfélagsins um staðsetningu ljósastaura.
  Samþykkt að taka á dagskrá
 8. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila.  Verið er að kanna hvort  Húnaþing vestra er með einhverja ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila. Ef í ljós kemur að um lífeyrisskuldbindingu Húnaþing vestra er að ræða þá er sveitarstjóra falið að skrifa undir samkomulag um uppgjör við Fjármála og efnahagsráðuneytið.
 9. Lagt fram bréf Heilbrigðisstofnunar Vesturlands dags. 14. september sl. Beiðni um endurnýjun bifreiðar fyrir dagvistun aldraðra.
  Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2018
 10. Húsnæðismál.  Sveitarstjóra falið að fara yfir húsaleigusamninga íbúða í eigu  Húnaþings vestra.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15.27

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?