329. fundur

329. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 4. júní 2020 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður og Magnús Eðvaldsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 5. dagskrárlið uppsögn sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs og sem 6. dagskrárlið viðbygging við Grunnskóla Húnaþings vestra, uppsteypa, sem 7. lið Hafnarreglugerð, síðari umræða og sem 9. lið samingur við sveitarstjóra. Liður 5 verður liður 8 og liður 6 verður liður 10.

1. Kosning í byggðarráð Húnaþings vestra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

Byggðarráð til eins árs, aðalmenn:
Ingveldur Ása Konráðsdóttir (B), formaður
Friðrik Már Sigurðsson (B), varaformaður
Magnús Magnússon (N)

Byggðarráð til eins árs, varamenn:
Sveinbjörg Rut Pétursdóttir (B)
Þorleifur Karl Eggertsson (B)
Sigríður Ólafsdóttir (N)

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum


2. Fundargerðir byggðarráðs, varaformaður kynnti.

Fundargerð 1043. fundar byggðarráðs frá 18. maí sl. Fundargerð í 9 liðum.
Dagskrárliður 7. Reglur um námsmannaafslátt í leikskóla. Borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 8. Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1044. fundar byggðarráðs frá 25. maí sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3. Fundargerð 209. fundar fræðsluráðs frá 27. maí sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4. Fundargerð 21. fundar veituráðs. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 1. Afgreiðsla veituráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3. Afgreiðsla veituráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir í fundargerðinni og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. Uppsögn sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Ingibjörg Jónsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs hefur sagt starfi sínu lausu. Sveitarstjórn þakkar Ingibjörgu fyrir störf hennar í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

6. Viðbygging við Grunnskóla Húnaþings vestra, uppsteypa. Fjögur tilboð bárust um uppsteypu á viðbyggingu við grunnskólann. Kallað var eftir frekari gögnum og upplýsingum frá lægstbjóðanda sbr. framlagt minnisblað, dags. 4. júní. Lægstbjóðandi hefur ekki lagt fram með fullnægjandi hætti gögn sem óskað hefur verið eftir þ.m.t. gögn um að staða félagsins sé það trygg að félagið geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart kaupanda sbr. m.a. 71. gr. laga um opinber innkaup. Sveitarstjórn telur sér því ekki fært að ganga til samninga við lægstbjóðanda sbr. framlagt minnisblað dags. 4. júní. Sveitarstjóra og rekstrarstjóra falið að tilkynna lægstbjóðanda það og kalla eftir sambærilegum gögnum frá næst lægstbjóðanda. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við næst lægstbjóðanda enda skili hann inn fullnægjandi gögnum. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7. Hafnarreglugerð. Síðari umræða. Oddviti kynnti.
Lögð var fram eftirfarandi tillaga: „Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagða. Hafnarreglugerð fyrir Hvammstangahöfn og felur sveitarstjóra að senda hana til staðfestingar ráðherra.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8. Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga „Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að fella niður reglulega fundi sveitarstjórnar í júlí og ágúst. Næsti reglulegi fundur verður haldinn þann 10. september nk.” Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9. Samningur við sveitarstjóra. Lagður fram endurskoðaður samningur við sveitarstjóra. Samningurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum. Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið.

10. Skýrsla sveitarstjóra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:31

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?