208. fundur

208. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 6. mars 2024 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Sigríður Ólafsdóttir, formaður,
Dagný Ragnarsdóttir, varaformaður,
Dagbjört Diljá Einþórsdóttir, aðalmaður,
Halldór Pálsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Ármann Pétursson varamaður boðaði forföll.

1.

Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis. - 2402026

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

Styrkvegir 2024 umsókn - 2402063

 

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra vegna undirbúnings umsóknar í styrkvegapott Vegagerðarinnar árið 2024. Er umsóknarfrestur til 22. mars nk. Kallað var eftir upplýsingum frá fjallskiladeildum vegna undirbúningsins og bárust svör frá fjallskiladeildum Víðdælinga og Miðfirðinga. Sveitarstjóra er falið að ljúka við umsókn byggt á þeim áherslum sem þar koma fram. Landbúnaðarráð leggur sömuleiðis áherslu á að sú skerðing sem varð á framlagi Vegagerðarinnar árið 2023 verði dregin til baka og Húnaþing vestra fái að lágmarki sömu fjárhæð úr styrkvegapottinum og árið 2022 ásamt vísitöluhækkun.

 

   

3.

Heiðagirðingar - úthlutun fjármagns 2024 - 2402064

 

Fjármagn til úthlutunar kr. 3,3 millj.

 

Landbúnaðarráð leggur til að kr. 3.300.000 sem eru til ráðstöfunar á árinu 2024 til viðhalds og endurnýjunar heiðagirðinga verði skipt með eftirfarandi hætti:
a) Í Hrútafirði kr. 860 þús.
b) Í Miðfirði kr. 1.170 þús.
c) Í Víðidal kr. 1.270 þús.

Landbúnaðarráð leggur til að taxti fyrir vinnu við heiðagirðingar á árinu 2024 verði eftirfarandi: Verktakagreiðsla verði kr. 3.700 á klst., taxti fyrir fjórhjól verði kr. 3.700 á klst. og taxti fyrir sexhjól kr. 3.900 á klst. Ofan á ofangreindan taxta leggst 24% virðisaukaskattur. Akstur verði greiddur samkvæmt taxta ríkisins.

Landbúnaðarráð brýnir fyrir fjallskilastjórnum að halda kostnaði við viðhald heiðagirðinga innan fjárheimilda. Einnig áréttar ráðið að skv. reglum vegna styrkja til fjallskiladeilda skal öllum reikningum skilað fyrir 31. október ár hvert.

 

   

4.

Minkaveiði 2024 - 2402065

 

Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir veiðimönnum í minkaveiði sumarið 2024.

 

   

5.

Grenjavinnsla 2024-2026 - 2402066

 

Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir veiðimönnum til grenjavinnslu til þriggja ára.

 

   

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:41.

Var efnið á síðunni hjálplegt?