240. Fundur

240. Fundur fræðsluráðs haldinn fimmtudaginn 7. september 2023 kl. 10:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir varaformaður, Guðmundur Ísfeld aðalmaður, Eygló Hrund Guðmundsdóttir aðalmaður og Halldór Sigfússon aðalmaður.

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson

Afgreiðslur:
1. Íþrótta- og tómstundafulltrúi – starfið framundan og skipulag.
Tanja Ennigarð íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir starfsemi félagsmiðstöðvar og íþróttamiðstöðvar. Gert er ráð fyrir að starfsemi félagsmiðstöðvar verði með sambærilegum hætti og undanfarin ár en áskoranir eru varðandi kostnaðarþætti í ferðum. Tanja sagði frá að Húnaklúbburinn stefni að skákkennslu og rafíþróttum í Órion. Tanja fór yfir framkvæmdir sem settu mark sitt á starfsemi sundlaugar í sumar. Þeim er ekki alveg lokið. Aðsókn í ræktina er góð og stöðug. Starfsemi íþróttahúss er með sambærilegum hætti og áður, mikil nýting.
2. Leikskóli - starfið framundan og skipulag.
Kristinn Arnar Benjamínsson skólastjóri leikskólans fór yfir starfsemi leikskólans. Hann fór yfir stöðugildi og greindi frá því að 10 starfsmenn af 16 eru í starfstengdu námi. Helstu áskoranir leikskólans eru mönnun og leiðir til að laða að starfsfólk. Kristinn greindi frá fjármögnunar- og rekstrarlíkani sem hann er að innleiða í skólastarfið. Það eru 55 nemendur í leikskólanum í skólabyrjun og gert ráð fyrir að þeir verði allt að 65 á komandi vetri. Kristinn lagði fram greinargerð um breytingar á innra starfi. Breytingarnar snúa að samþættingu flæðis og hópastarfs og markvissari nýtingu skimunartækja í skipulagi starfsins í þágu nemenda. Ragnheiður Rún Sveinbjörnsdóttir sat fundinn undir þessum lið fyrir hönd foreldrafélags leikskólans.
3. Grunnskóli – starfið framundan og skipulag.
Eydís Bára Jóhannsdóttir skólastjóri fór yfir starfsemi grunnskólans. Tekist hefur að manna í allar stöður í skólanum en nokkrir starfsmenn fara í leyfi vegna veikinda á haustönn sem verður áskorun að manna. Undirbúningur er hafinn vegna sameiginlegs umhverfisdags leik-, grunn- og tónlistarskóla. Eydís sagði frá haustþingi kennara sem haldið var á Hvammstanga og tókst sérlega vel. Hún sagði frá fyrirhugaðri námsferð til Riga í Lettlandi í lok október þar sem áherslan verður á jákvæðan aga. Starfsmenn eru um 40, þar af eru 5 í námi og nemendur eru 138. Skólastjóri sagði frá góðum anda í skólanum og vilja starfsfólks til góðra verka.
4. Tónlistarskóli - starfið framundan og skipulag.
Pálína Fanney Skúladóttir skólastjóri tónlistarskólans fór yfir starfsemi tónlistarskólans. Nemendur við skólann eru 80, tveir kennarar í 100% stöðum og fjórir aðrir kennarar í stundakennslu eða hlutastarfi. Einn þeirra kennir eingöngu í fjarkennslu sem reynst hefur afar vel. Nýjung í starfinu eru hópsöngtímar, kennt er þremur hópum. Pálína sagði frá skráningarkerfi sem tekið hefur verið upp vegna nemendaskráningar og að verið er að skoða útfærslur við styttingu vinnuviku.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:33.

Var efnið á síðunni hjálplegt?