236. fundur

236. fundur fræðsluráðs haldinn fimmtudaginn 30. mars 2023 kl. 10:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður, Elísa Ýr Sverrisdóttir varaformaður, Halldór Sigfússon aðalmaður, Guðmundur Ísfeld aðalmaður og Hallfríður Óladóttir varamaður.

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson.

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður setti fund.
Afgreiðslur:
Sigurður Guðmundsson umsjónarmaður skólabúða UMFÍ mætti til fundar kl. 10:00.
1. Skólabúðir – reynsla vetrarins.
Sigurður fór yfir starfsemi skólabúðanna að Reykjum, áskoranir, breytingar og framtíðarsýn. Hann greindi frá aukinni starfsemi utan starfstíma skólabúðanna.
Sigurður vék af fundi kl. 10:36.
2. Fundargerðir farsældarteymis.
Lagðar fram til kynningar.
Eydís Bára Jóhannsdóttir skólastjóri grunnskóla, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri grunnskóla, Kristinn Arnar Benjamínsson skólastjóri leikskóla, Pálína Fanney Skúladóttir skólastjóri tónlistarskóla, Þorsteinn Þóruson fulltrúi starfsmanna leikskóla og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir fulltrúi foreldra í leikskóla mættu til fundar kl 10:56.
3. Skóladagatöl grunn-, leik- og tónlistarskóla fyrir næsta skólaár.
Eydís Bára, Guðrún Ósk og Pálína Fanney kynntu sameiginlegt skóladagatal grunnskóla og tónlistarskóla. Kristinn Arnar kynnti skóladagatal leikskóla. Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl fyrir næsta skólaár.
Þorsteinn Þóruson fulltrúi starfsmanna leikskóla og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir fulltrúi foreldra í leikskóla véku af fundi kl. 11:18.

4. Skólaforðun.
Guðrún Ósk fór yfir verklag þegar upp kemur grunur um skólaforðun og tölfræðilegar upplýsingar um umfang mála.
Halldór Sigfússon vék af fundi kl. 11:45.
Eydís Bára Jóhannsdóttir skólastjóri grunnskóla, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri grunnskóla, Kristinn Arnar Benjamínsson skólastjóri leikskóla og Pálína Fanney Skúladóttir skólastjóri tónlistarskóla véku af fundi kl. 11:55

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:59

Var efnið á síðunni hjálplegt?