Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 13. júní 2023 kl. 20:00 .

Fundarmenn

Dagný Ragnarsdóttir Maríanna Eva Ragnarsdóttir
Ingvar Ragnarsson Sigríður Ólafsdóttir
Júlíus Guðni Antonsson Hilmar S. Birgisson
Ólafur Magnússon
Pétur S. Sæmundsson

Fundargerð ritaði: Maríanna Eva Ragnarsdóttir

Sameiginlegur fundur fjallskilastjórnar Víðdælinga og Haukagils- og Grímstunguheiðar, haldinn
þriðjudagskvöldið 13.júní 2023 kl. 20:00
Sigríður Ólafsdóttir stýrði fundi og bauð alla velkomna til fundarins. Maríanna Eva Ragnarsdóttir
ritar fundargerð.
Tillögur fjallskilastjórnar Víðdælinga voru teknar fyrir á almennum fundi hjá fjallskiladeild
Haukagils- og Grímstunguheiðar þann 12.júní. Þar var ekki fallist á tillögur fjallskilastjórnar
Víðdælinga að svo komnu máli.
Rætt var um að merkjagirðingar verði að vera í lagi á milli Húnaþings vestra og Húnabyggðar.
Húnabyggð á að sjá um viðhald girðingar á merkjum frá hliði sunnan í Gafli og norður á
Fremrihlíðar kletta. Húnaþing vestra hefur svo viðhaldið girðingunni frá Kornsárvatni að
fyrrgreindu hliði. Viðhaldi sem Húnabyggð hefur átt að sinna hefur ekki verið sinnt nægjanlega
vel á undanförnum árum.
Fjallskilastjórn Haukagils- og Grímstunguheiðar leggur til þá tillögu að þeir gætu mögulega lagt
til 5-6 menn í undanreið á þriðjudegi.
Ýmsar útfærslur á tillögum ræddar. Hugmyndir um að Austur Húnvetningar hreinsi fremsta hluta
heiðarinnar á mánudegi og þriðjudegi. Útfærsla á þessu þarfnast nánari skoðunar.
Ákveðið að halda einn fund til viðbótar þar sem komist verður að niðurstöðu. Næsti fundur
verður 26.júní kl. 20:00 í Víðihlíð.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 21:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?