Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn miðvikudaginn 12. desember 2018 kl. 12:15 Staðarbakka.

Fundarmenn

Valgerður Kristjánsdóttir, ritari

Ebba Gunnarsdóttir

Rafn Benediktsson, formaður

12. desember kl. 12:15 2018 kom fjallskilastjórn saman til fundar að Staðarbakka.

Mættir eru: Rafn Benediktsson, Ebba Gunnarsdóttir og Valgerður Kristjánsdóttir.

Dagskrá:

  1. Unnið að álagningu fjallskila: Fjallskilaskilt er allt sauðfé og hross, veturgamalt og eldra þó ekki hross allt að 5 á lögbýli enda gangi þau í heimahögum.  Lambsverð er ákveðið kr. 11.412,-  Ákveðið að hækka verð á einingu um 5%.  Þá verður álagning á sauðfé 98 kr. og hross 686 kr. og landverð er 1,8%.
  2. Leiga á hesthúsum hækkar skv. Neysluvísitölu um 2,4%.
  3. Vinnu við uppsetningu á hólfi við réttina var lokið á tilsettum tíma.
  4. Merkja þarf réttina og fá spjöld með bæjarnúmerum þar sem það vantar í hana.
  5. Rætt um framkvæmdir á árinu og fjármagn til þeirra.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:20

Var efnið á síðunni hjálplegt?