965. fundur

965. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 30. apríl 2018 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín Jóna Rósinberg, aðalmaður, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín R. Líndal, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Afgreiðslur:

  1. 1804007  Lögð fram kostnaðaráætlun frá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna vegna viðgerðar á þaki er skemmdist í óveðri 21. feb. sl.  Hljóðar áætlun alls uppá kr. 12.488.000.  Í því er kostnaður vegna þaks, ál og timbursúð.  Byggðarráð samþykkir framkvæmdir allt að 12.488.000 kr. og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna ársins 2018.
  2. 1804040  Lagt fram erindi frá Bjarna Ásgeirssyni hrl. fyrir hönd Sigríðar Petru Friðriksdóttur og Karls G. Friðrikssonar eigenda Hrísa í Fitjárdal.  Málið varðar heykaup af riðusýktu svæði og meintan yfirgang hrossa.  Byggðarráð vísar erindinu til landbúnaðarráðs.
  3. 1804041  Lagt fram erindi um fjárstuðning frá Skákfélaginu Hróknum í tilefni 20 ára afmæli félagsins.  Byggðarráð samþykkir að gerast bronsbakhjarl á árinu 2018 með framlagi að kr. 25.000
  4. 1804046  Lögð fram til kynningar fundargerð 28. fundar SSNV frá 6. apríl sl.
  5. 1804052  Lögð fram til kynningar skýrsla vegna rekstur tjaldsvæðisins á Borðeyri fyrir árið 2017.
  6. 1804030  Umsókn frá Valgerði Kristjánsdóttur fyrir hönd Arka ehf. kt. 480218-0430 um byggingarlóð undir einbýlishús að Bakkatúni 11 á Hvammstanga.Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Bakkatúni 11 á Hvammstanga.
  7. 1804049  Umsókn frá Kristni Pálssyni fyrir hönd Bæjarsólar ses. kt. 431117-0370 um lóðir undir 25 Smart einbýli. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við Kristinn um framhald málsins.
  8. 1804048  Lögð fram til kynningar skýrsla Leikskólans Ásgarðs vegna tímabilsins september - desember 2017.
  9. 1804047  Lagt fram fundarboð á aðalfund Markaðsstofu Norðurlands og vorráðstefnu sem haldin verður 3. maí nk. á Hótel Kea Akureyri.
  10. 1802024  Lögð fram tillaga um hækkun húsaleigu á húsnæði í eigu Húnaþings vestra.   Við yfirferð á leiguverði, m.a. að teknu tilliti til skýrslu íbúðarlánasjóðs, hefur komið í ljós að húsaleiga er óeðlilega lág eða allt að 465 kr. m2.  Lagt er til að hækka leiguna í þrepum og tekur fyrsta hækkun gildi þann 1. janúar 2019,  þá 1. janúar 2020 og að lokum 1. janúar 2021.   Sé almennum íbúðum úthlutað á félagslegum forsendum er veittur 20% afsláttur af húsaleigunni.  Samningarnir taka breytingum skv. neysluverðsvísitölu 1. janúar og 1.júlí ár hvert.  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum.
  11. 1804050  Lagt fram erindi frá ungmennaráði dagsett 18. apríl sl. sem óskað er eftir heimild til að nýta kr. 30.000 af ráðstöfunarfé ungmennaráðs til að styrkja vorferð nemenda í dreifnámi. Byggðarráð samþykkir beiðnina. 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15:04

Var efnið á síðunni hjálplegt?