956. fundur

956. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 4. desember 2017 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín Jóna Rósinberg aðalmaður, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Ingimar Sigurðsson, varamaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:
1. Rekstrarstjóri Unnsteinn Andrésson mætir til fundar við byggðarráð. Farið yfir helstu verkefni s.s. hitaveitu, ljósleiðara, íþróttamiðstöð,       vatnsveitu, skólabrú ofl.
2. Fundargerðir
  a. 1711042 Fundargerð þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks dags. 2. nóv. sl. Lögð fram til kynningar.
  b. 1711052 Fundargerð 854. fundar Sambands Ísl. sveitarfélaga dasgs. 24. nóv. sl. Lögð fram til kynningar.
  c. 1711053 Fundargerð 398. fundar Hafnarsambands Íslands dags. 25. nóv. sl.
  Lögð fram til kynningar.
3. 1711019 Bréf frá Vegagerðinni v/niðurfellingar Fögrubrekkuvegar af vegaskrá, lagt fram til kynningar.
4. Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar.
  a. 1711026 Ferðir ehf sækir um leyfi til reksturs gististaðar skv. IV flokki fyrir Brekkulæk. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við     byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
  b. 1711028 N1 hf. sækir um leyfi til reksturs veitingarstaðar í flokki II í Staðarskála. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við   byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
5. 1711043 Niðurstöður þjónustukönnunar fjölskyldusviðs um sumarfrí í leikskólanum.
 Góð þáttaka var í skoðunarkönnuninni sem gerð var um sumarleyfi í leikskólanum Ásgarði. Jenný Þórkatla Magnúsdóttir sviðsstjóri   fjölskyldusviðs kom inn á fundinn og kynnti niðurstöður.
 Helstu niðurstöður voru að tæp 62% eru mjög eða frekar ánægð með lokun leikskólans í fjórar vikur en tæp 26% voru frekar eða mjög   óánægð með lokunina. 12% voru hlutlaus.
 Þegar spurt var um hvort hentar betur að lokað væri í 4 vikur eða í 2x2 vikur voru 63% hlynt lokun í 4 vikur og um 37% sem vildu taka 2x2   vikur.
 Spurt var um hvaða tími hentaði til að taka frí og voru flestir á því eða rétt rúm 33% að lokað væri frá miðjum júlí – miðjan águst, 26%  völdu  júlí mánuð og 23% völdu ekkert að ofangreindu. Tæp 18% samanlagt völdu annað.
 Byggðarráð felur sviðsstjóra að kanna mögulegar útfærslur og leggja fram tillögur fyrir ráðið.

6. 1709019 Lagt fram til kynningar bréf Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins frá 21. nóvember sl. þar sem fram kemur að Hvammstanga hefur verið úthlutað 70 þorskígildistonnum af byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018. Frestur til að skila inn óskum um sérreglur er til 20. desember nk. Lögð fram eftirfarandi tillaga að reglum um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2017-2018:
„Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkir eftirfarandi reglur um úthlutun 70 þorskígildistonna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018:
Ákvæði reglugerðar nr. 604/2017 gilda með eftirfarandi viðaukum/breytingum:
a) 80% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 675/2009 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 604 frá 3. júlí 2017, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017/2018. Skipting þessara 80% byggðakvóta Húnaþings vestra til ofangreindra skipa skal miða við meðaltal landaðs afla í Hvammstangahöfn sl. þrjú fiskveiðiár í þorskígildum talið.
Viðmiðunarárin eru 3 síðustu fiskveiðiár, nú 2014/2015, 2015/2016 og 2016/2017.
b) 20% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og skal skipting þessara 20% byggðakvóta Húnaþings vestra miða við meðaltal landaðs afla í Hvammstangahöfn sl. þrjú fiskveiðiár, nú 2014/2015, 2015/2016 og 2016/2017.
c) Vinnsluskylda samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 604/2017 er felld niður og því orðast 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar þannig: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðar¬lagsins afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess afla¬marks sem þau fá úthlutað ... o.s.frv.
Rökstuðningur/viðaukar/breytingar frá reglugerð 604/2017 er felast í tillögum Húnaþings vestra eru byggð á eftirfarandi:
a) Í samræmi við tilmæli Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, sbr. bréf dags. 21. nóvember 2017, er horft til mögulegrar verðmætaaukningar og atvinnusköpunar sem hafa má af byggðakvóta og því að megintilgangur byggðakvótans sé að stuðla að aukinni atvinnusköpun í byggðarlaginu.
b) Rökstuðningur sveitarstjórnar er sá að í byggðarlaginu er engin bolfiskvinnsla.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
7. 1711040 Lagt fram fréf frá Snorraverkefninu dags. 1. nóv. sl., beiðni um fjárstuðning. Byggðarráð hafnar erindinu

8. 1711036 Lagt fram bréf frá Aflinu dags. 20. nóv. sl., beiðni um fjárstuðning. Byggðarráð hafnar erindinu

9. 1711037 Lagt fram bréf frá Saman-hópnum dags. 20. nóv. sl., beiðni um fjárstuðning. Byggðarráð hafnar erindinu

10. 1612017 Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, úrskurður í máli Rakelar Jönu Arnfjörð dags. 22. nóvember 2017. Þar er staðfest ákvörðun sveitarfélagsins Húnaþings vestra frá 21. janúar 2016 um að synja umsókn Rakelar Jönu Arnfjörð um húsaleigubætur á grundvelli viðaukareglna sveitarfélagsins fyrir tímabilið 15. ágúst til 31. desember 2015.

11. 1612017 Lagt fram bréf Rakelar Jönu Arnfjörð, dags. 29. nóvember 2017, þar sem krafist er greiðslu húsaleigubóta fyrir tímabilið 15. ágúst til 31. desember 2015. Einnig lagðir fram úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 22. nóvember sl. og úrskurður úrskurðarnefndar velverðarmála frá 24. júní 2016.
Í málinu liggja fyrir tveir úrskurðir þar sem staðfest er sú ákvörðun sveitarstjórnar að hafna bréfritara um greiðslu húsaleigubóta fyrir greint tímabil á grundvelli laga nr. 138 frá 1997 og á grundvelli viðaukareglna sveitarfélagsins. Fyrri afgreiðsla hefur því verið staðfest og engar forsendur eru til að taka málið upp að nýju.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl: 14:59

Var efnið á síðunni hjálplegt?