1184. fundur

1184. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 24. júlí 2023 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir varamaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur:

Elín Jóna Rósinberg vék af fundi kl. 14:02.

  1. Úthlutun úr Húnasjóði 2023. Úthlutunin var auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins með umsóknarfrest til og með 10. júlí. Alls bárust 16 umsóknir sem er umtalsvert meiri fjöldi en fyrri ár. 15 þeirra uppfylltu skilyrði til úthlutunar. Samkvæmt stofnskrá sjóðsins skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju. Framlag Húnaþings vestra samkvæmt fjárhagsáætlun er kr. 600.000 en með uppsöfnuðum vöxtum höfuðstóls eru samtals kr. 910.000 til úthlutunar að þessu sinni.
    Lögð fram tillaga um að veita eftirtöldum umsækjendum styrk að upphæð kr. 65.000 úr Húnasjóði árið 2023:
    Anna Berner, B.Ed. í leikskólafræðum.
    Dagrún Sól Barkardóttir, B.Ed. í kennarafræði.
    Ellý Rut Halldórsdóttir, B.Ed. í kennararfræði.
    Eva Dögg Pálsdóttir, BS í reiðmennsku og reiðkennslu.
    Hannes Þór Pétursson, kjötiðn.
    Karen Ásta Guðmundsdóttir, BA í sálfræði.
    Karítas Aradóttir, BS í viðskiptafræði.
    Kristín Ólafsdóttir, BA í miðlun og almannatengslum.
    Mara Birna Jóhannsdóttir , BA í skapandi tónlistarmiðlun.
    Matthildur Hjálmarsdóttir, rennismíði.
    Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir, BA í lögfræði.
    Stella Dröfn Bjarnadóttir, BS í búvísindum.
    Telma Rún Magnúsdóttir, BS í lyfjafræði.
    Tómas Bergsteinn Arnarsson, BS Í landfræði.
    Viktor Ingi Jónsson, B.Ed. í kennarafræði.
    Magnús Vignir Eðvaldsson leggur fram breytingartillögu um að upphæð á hvern styrkþega verði kr. 100.000 líkt og undanfarin ár og auknum kostnaði verði mætt með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023.

Breytingartillagan borin undir atkvæði. Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

Tillaga um að styrkupphæð úr Húnasjóði á hvern styrkþega verði kr. 65.000 borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum. Magnús Vignir Eðvaldsson sat hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Elín Jóna Rósinberg kom aftur til fundar kl. 14:17.

2. Fundargerð 454. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Lögð fram til kynningar.

3. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók.

Bætt á dagskrá:

4. Útleiga íbúðar á Garðavegi 20, neðri hæð. Byggðarráð samþykkir að leigja Ólöfu Guðbrandsdóttur íbúðina að Garðavegi 20, neðri hæð, tímabundið í 6 mánuði frá 1. ágúst nk.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:48.

Var efnið á síðunni hjálplegt?