1163. fundur

1163. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 9. janúar 2023 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri, í fjarfundi.
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Afgreiðslur:

1. 2301002 Úthlutun byggðakvóta 2022-2023. „Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkir eftirfarandi reglur um úthlutun 130 þorskígildistonna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023:
Ákvæði reglugerðar nr. 1370/2022 gilda um úthlutun byggðakvóta Húnaþings vestra með eftirfarandi viðauka/breytingum:
I. 1. málsl. 1. málsgr. 4. gr:
a. 50% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 919/2021 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 995/2021, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022. Við skiptingu þessa 50% byggðakvóta Húnaþings vestra, til ofangreindra skipa, skal miða við meðaltal landaðs botnfiskafla í þorskígildum talið, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2021/2022.
b. 50% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 1370/2022, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023, miðað við meðaltal landaðs botnfiskafla, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2021/2022.
c. Skip eiga rétt til úthlutunar úr báðum pottum samkvæmt a- og b-lið, að uppfylltum skilyrðum.
Rökstuðningur er sá að af þeim bátum sem gera út frá Hvammstanga er aðeins hluti þeirra sem varð fyrir áhrifum aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa.
II. 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.
Rökstuðningur er sá að í byggðarlaginu er engin fiskvinnsla.“
Reglurnar samþykktar með 3 atkvæðum og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
2. Starfsáætlun byggðarráðs fyrir árið 2023. Í áætluninni koma fram reglubundin verkefni byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir framlagða starfsáætlun.
3. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
a. 2301009 SSNV frá 3. janúar 2023.
b. 2301010 Hafnasamband Íslands frá 16. desember 2022.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:35.

Var efnið á síðunni hjálplegt?