1064. fundur

1064. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 2. nóvember 2020 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1. Rekstraryfirlit fyrir aðalsjóð og undirfyrirtæki fyrir tímabilið janúar- september 2020. Rekstur deilda er almennt í  góðu lagi og í samræmi við fjárhagsáætlun þegar lagður hefur verið fram viðauki vegna launaáætlunar ársins, sem bíður samþykktar sveitarstjórnar. Búið er að gera breytingar á fjárhagsáætlun ársins í samræmi við viðauka sem samþykktur var á 330. fundi sveitarstjórnar. Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu sat fundinn undir þessum lið.

    2. 2010078  Lögð fram umsókn um lóðina Teigagrund 1 á Laugarbakka frá Einþóri Skúlasyni og Ólínu Sófusdóttur.  Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn um lóðina Teigagrund 1 á Laugarbakka.

 

 

 

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:18

Var efnið á síðunni hjálplegt?