Umhverfisviðurkenningar 2016

Umhvefisviðurkenningar 2016 voru veittar þann 23. júlí sl. á fjölskyldudegi "Elds í Húnaþingi". Að þessu sinni fengu eftirtaldir viðurkenningu;

Hvalshöfði í Hrútafirði fyrir hreinlegt og vel hirt sveitabýli. Ásýnd býlisins er einstaklega snyrtilegt á öllum árstíðum. Eigendur; Róbert Júlíusson og Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir

Brekkulækur, ferðaþjónusta Miðfirði fyrir virka umhverfisstefnu og sjáfbærni við rekstur fyrirtækisins. Virðing fyrir umhverfi og náttúru eru í hávegum höfð. Aðkoma er aðlaðandi og hlýleg þar sem nýting gamalla húsa og nýbyggingar fléttast fallega saman. Eigendur; Arinbjörn Jóhannsson og Claudia Hofmann

Hjallavegur 12, Hvammstanga fyrir fallega og vel hirta einkalóð. Snyrtileg heimkeyrsla, litsrkúðugar plöntur og vel gróinn garður gera lóðina sérstaklega aðlaðandi. Eigendur; Halldóra Ívarsdóttir og Páll Sigurðsson.

Ber það öllum þeim sem hér eru ofantaldir gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir Oddviti Húnaþings vestra kynnti vinningshafa og Ína Björk Ársælsdóttir og Erla B. Kristinsdóttir fyrir hönd nefndarinnar afhentu viðurkenningarskjöl og forláta kertalukt í blíðskaparveðri á fjölskylduhátíðnni Eldi í Húnaþingi. Aðrir í nefndinni eru Sigríður Hjaltadóttir og Þorvaldur Böðvarsson.

Myndirnar tók Aldís Olga Jóhannesdóttir hjá Nordanatt.is

umhv2016 (2).jpg

umhv2016 (3).jpg

Var efnið á síðunni hjálplegt?