ER STYRKUR Í ÞÉR ?

Þau verkefni hafa forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
a) Verkefni sem falla að markmiðum og áherslum Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2015-2019.
b) Verkefni sem stuðla að nýsköpun, fjölbreytni og aukinni fagmennsku í menningarstarfi og menningartengdri ferðaþjónustu.
c) Verkefni sem efla samstarf á sviði menningar og atvinnulífs og fjölga atvinnutækifærum á Norðurlandi vestra.
d) Verkefni sem stuðla að nýsköpun og atvinnuþróun og nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnusköpunar á Norðurlandi vestra.
e) Verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að fjölbreyttari atvinnutækifærum fyrir konur og
ungt fólk á svæðinu.
Nánari upplýsingar og aðstoð veita...
Ingibergur Guðmundsson
símar 452 2901 / 892 3080, netfang: ingibergur@ssnv.is


Sólveig Olga Sigurðardóttir
símar 455 6119 / 857 0251, netfang: solveig@ssnv.is


Vinnustofur / viðtalstíma
Atvinnuráðgjafar SSNV verða með vinnustofur og viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna og veittar upplýsingar um aðra styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi.
Við hvetjum umsækjendur og aðra þá sem áhuga hafa eindregið til að nýta sér þessa þjónustu.


ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR > HVAMMSTANGI
Kl. 15–18 Skrifstofa SSNV, Höfðabraut 6
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR > BLÖNDUÓS
Kl. 15–18 Fundarsalur Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR > SKAGASTRÖND
Kl. 15–18 Skrifstofa SSNV, Einbúastíg 2
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR > SAUÐÁRKRÓKUR
Kl. 13–18 Kaffi Krókur
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR > VARMAHLÍÐ
Kl. 15–18 Hótel Varmahlíð
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR > HOFSÓS
Kl. 15–18 Frændgarður

 

Samtök sveitarfélaga á norðurlandi vestra

Sóknaráætlun norðurlands vestra

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?