Vinnuskólinn 2018

 

Húnaþing vestra mun starfrækja vinnuskóla í sumar fyrir 13-16 ára ungmenni.
Vinnuskólinn hefst 6. júní.
Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags, á föstudögum er unnið til hádegis. Verkbækistöð er að Norðurbraut 14, Hvammstanga. Mögulega verður starfsstöð á Borðeyri, líkt og síðustu ár.
Vinna í skólanum er senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir ungmenni. Þeim er kennt að umgangast verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu. Vinnuskólinn á einnig að vera félagslega skapandi og ánægjulegur og síðast en ekki síst að ungmenni finni þá góðu tilfinningu að skila góðu verki!
15 og 16 ára ungmenni hafa kost á að starfa í sláttuhóp.

Opnað hefur verið fyrir skráningar ungmenna í vinnuskóla Húnaþings vestra. Skráningar fara fram í Ráðhúsinu, einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið; ina@hunathing.is
Mikilvægt er að það komi fram ef um ofnæmi, sérþarfir eða einhverskonar frákvik sé að ræða hjá viðkomandi sem ber að taka tillit til.

Skráningum skal lokið fyrir 22. maí nk.

Vinnutímabil og laun:

Aldur: Ungmenni fædd árið 2002 (10.b)
Vinnutímabil:
8-10 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi 838 kr.

Aldur: Ungmenni fædd árið 2003 (9.b)
Vinnutímabil:
7 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi 683 kr.

Aldur: Ungmenni fædd árið 2004 (8.b)
Vinnutímabil:
5 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi: 580 kr.

Aldur: Ungmenni fædd árið 2005 (7.b)
Vinnutímabil:
4 vikur. (hálfan daginn)
Laun: tímalaun m/orlofi: 486 kr.

Sláttuhópur 
17 ára og eldri

Húnaþing vestra hefur ráðið ungmenni 17 ára og eldri til að starfa í svokölluðum sláttuhóp. Vinnan felst aðallega í því að vinna með sláttuvélar og vélarorf á opnum svæðum og stofnanalóðum sveitarfélagsins, undir stjórn flokkstjóra. Þá er einnig unnið við almenn garðyrkjustörf og annað tilfallandi, ef svo ber undir.
Vinnutímabil: 8-10 vikur.
Laun: eftir kjarasamningi.

Umsóknir í sláttuhóp sendist á ina@hunathing.is eða rafrænt hér hægra megin á síðunni.Var efnið á síðunni hjálplegt?