- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
- Laus störf
Heimilisfang: Norðurbraut 14, 530 Hvammstanga.
Sími: 455-2400
Netfang: umhverfisstjori@hunathing.is
Umsjón: Ína Björk Ársælsdóttir, umhverfisstjóri
Yfir sumarmánuðina starfrækir Húnaþing vestra vinnuskóla fyrir ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára og heldur úti sláttu-og garðyrkjuhóp fyrir 17 ára og eldri. Bækistöð er að Norðurbraut 14 á Hvammstanga.
Skipulag og stjórnun
Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri.
Vinnuskólinn
Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, félagslega skapandi vinnustaður, með kennslu í almennri vinnuskólavinnu og skýrar reglur varðandi vinnuumhverfi. Vinnuskólinn starfar við öll almenn verkefni sem lúta að umhirðu og snyrtingu opinna svæða sveitarfélagsins.
Markmið vinnuskólans er að sinna vinnuuppeldi s.s almennum samskiptareglum, ástundun og vinnusemi. Er skóli, en ekki slegið af kröfum um afköst. Undirbúningur fyrir almennan vinnumarkað. Kynning á grundvallaratriðum í vinnubrögðum og meðferð verkfæra. Efling ábyrgðar fyrir nánasta umhverfi. Virðing gagnvart vinnu, yfirmönnum og íbúum sveitarfélagsins. Að nemendur hafi ánægju af að skila góðu verki. Fyrst og síðast hafi gagn og gaman af starfinu.
Starfsmenn;
Yfirflokkstjóri:
Ásamt því að hafa umsjón með vinnuhóp þá sér hann um daglegan rekstur í samstarfi með umhverfisstjóra. Hefur eftirlit með flokkstjórum og er þeim til halds og trausts. Deilir út verkefnum og kemur vinnu af stað. Hefur yfirlit yfir vinnu og verkefnastöðu. Hefur umsjón með vinnutímum og kemur þeim til skila.
Flokkstjórar:
Umsjón með vinnuhópum 13-16 ára og 16 ára og eldri. Annast verkstjórn, kennslu og vinnuuppeldi. vinna með vinnuhópnum. Gera vinnuskýrslur.
Ungmenni 16 ára og eldri (sláttuhópur):
Vinna með sláttuvélar og vélorf á opnum svæðum og stofnanalóðum sveitarfélagsins. Almenn garðyrkjustörf einnig.
Ungmenni 13-16 ára:
Vinna við hreinsun og snyrtingu á opnum svæðum í Húnaþingi vestra og við lóðir stofnana. Almenn útistörf/garðyrkjustörf s.s tyrfing, gróðursetning, hirðing beða, málun og fleira. Skipt upp í hópa, 4-10 í hóp með einn flokkstjóra.
Reglur Vinnuskóla Húnaþings vestra:
Flokkstjóri hefur í samráði við yfirflokkstjóra heimild til að senda einstakling heim úr vinnu og skal hann tilkynna forráðamanni ástæðu brottvikningarinnar. Við síendurtekin eða mjög alvarleg brot á reglum vinnuskólans er hægt að vísa einstaklingi alfarið úr vinnuskólanum.
Reglugerð um vinnu barna og unglinga nr. 426/1999
http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/426-1999
Samkvæmt viðauka við þessa reglugerð sem er í samræmi við reglur Evrópusambandsins mega ungmenni undir 18 ára aldri ekki vinna með til dæmis vélknúnar trjáklippur, kjarrsagir, sláttuvélar og jarðtætara.
• 15 ára og eldri mega vinna með garðsláttuvélar undir leiðsögn leiðbeinanda ásamt því að slá með vélorfi í görðum og aðstoða á gæsluvöllum og í skólagörðum svo eitthvað sé nefnt.
• 13 og 14 ára mega hreinsa illgresi, gróðursetja, hreinsa gróðurbeð, raka eftir slátt og sinna annarri sambærilegri léttri garðvinnu. Þá mega þau vinna við blóm og grænmeti í gróðurhúsum, hreinsa , sópa og tína rusl, sinna málningarvinnu og fúavörn með umhverfisvænum efnum.