366. fundur

366. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 9. mars 2023 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Magnús Magnússon varaoddviti, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir varamaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður og Þorgrímur Guðni Björnsson aðalmaður.

Starfsmenn

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Oddviti setti fund. Oddviti óskaði eftir að fá að taka á dagskrá sem 13. dagskrárlið uppsögn skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra. Samþykkt með 7 atkvæðum. Gengið var til dagskrár.

1. Byggðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 1167. fundar byggðarráðs frá 20. febrúar sl. Fundargerð í 8 liðum.
Dagskrárliður 2 umsókn um lóðina Höfðabraut 37.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 tímabundinn aðgangur allt að 5 leikmanna meistaraflokks Kormáks/Hvatar að Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 6 tillaga sviðsstjóra fjölskyldusviðs um breytingu á störfum á sviðinu er miðar að bættri þjónustu við nemendur grunn- og leikskóla frá og með skólaárinu 2023–2024.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1168. fundar byggðarráðs frá 27. febrúar sl. Fundargerð í 8 liðum.
Dagskrárliður 4 mat á samfélagslegum áhrifum slæms ástands Vatnsnesvegar.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 verkefnisstjóri umhverfismála.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 7 minnisblað um vinnu með eldri borgurum um framtíðarsýn.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra þakkar fyrir framlag allra þeirra sem að vinnunni komu. Niðurstaðan verður gagnlegur grunnur til að móta framtíðarsýn fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu.“
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1169. fundar byggðarráðs frá 6. mars sl. Fundargerð í 8 liðum.
Dagskrárliður 1 útboð skólaaksturs 2023-2027.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 útboð aksturs fyrir eldri borgara í dagvistun 2023-2027.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Skipulags- og umhverfisráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 354. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 2. mars sl. Fundargerð í 8 liðum.
Dagskrárliður 1 erindi nr. 2211010, breyting á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Ingveldur Ása Konráðsdóttir vék undir þessum lið kl. 15:38 og gerði oddviti hlé á fundi til kl. 15:52 er Ingveldur Ása kom aftur til fundar.
Dagskrárliður 2 erindi nr. 2302011, breyting á deiliskipulagi – Búland vestan Höfðabrautar, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 erindi nr. 2302012, breyting á deiliskipulagi austan Norðurbrautar, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 erindi nr. 2302013, breyting á deiliskipulagi Hvammstangahafnar. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna þarf eigendum Brekkugötu 2, 4 og 4a, Höfðabrautar 6 ásamt Hafnarbraut 3, 3a og 5.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 erindi nr. 2302003, stofnun vegsvæðis úr landi Bólstaðar, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 6 erindi nr. 2302004, stofnun vegsvæðis úr óskiptu landi Ytri-Ánastaða og Bólstaðar, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 7 erindi nr. 2302005, umsókn um rekstrarleyfi Jógahúss Pálínu ehf, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 8 erindi nr. 2302009, byggingarheimild frístundahúss á Svalbarði, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fræðsluráð, formaður kynnti.
Fundargerð 235. fundar fræðsluráðs frá 2. mars sl. Fundargerð í 6 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Félagsmálaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 242. fundar félagsmálaráðs frá 22. febrúar sl. Fundargerð í 6 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Landbúnaðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 199. fundar landbúnaðarráðs frá 1. mars sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Ungmennaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 73. fundar ungmennaráðs frá 16. febrúar sl. Fundargerð í 3 liðum.
Dagskrárliður 3 gangbraut yfir Brekkugötu, umferðaröryggismál og sorpílát í þéttbýli. Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjórn samþykkir að vísa afgreiðslu ungmennaráðs til skipulags- og umhverfisráðs sem fer með þessa málaflokka.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Skipan í stjórn Félags áhugamanna um endurbyggingu Riishúss.
Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjórn samþykkir að skipa Ólöfu Þorsteinsdóttur og Ingimar Sigurðsson sem aðalmenn í stjórn Félags áhugamanna um endurbyggingu Riishúss. Varamenn verði Bjarney Alda Benediktsdóttir og Þorgrímur Guðni Björnsson.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Reglubundinn sveitarstjórnarfundur aprílmánaðar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjórn samþykkir að reglubundinn sveitarstjórnarfundur aprílmánaðar fari fram fimmtudaginn 13. apríl nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Þorleifur Karl Eggertsson oddviti og Magnús Vignir Eðvaldsson véku af fundi kl. 16:12. Magnús Magnússon varaoddviti tók við fundarstjórn.
9. Ráðning sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn hefur kynnt sér öll gögn málsins, þ.e. minnisblað frá Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra og samantekt Thelmu Kristínar Kvaran ráðgjafa Intellecta, þar sem farið er yfir ferlið og mat á umsækjendum að afloknum viðtölum og umsögnum meðmælenda. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi mat. Sveitarstjórn samþykkir að ráða Sigurð Þór Ágústsson í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
Þorleifur Karl Eggertsson og Magnús Vignir Eðvaldsson komu aftur til fundar kl. 16:26. Þorleifur Karl tók aftur við fundarstjórn.
10. Reglur um fjallagrasanytjar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Húnaþing vestra samþykkir reglur um fjallagrasanytjar, en reglurnar voru samþykktar af landbúnaðarráði á 199. fundi ráðsins þann 1. mars sl.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11. Samningur um Barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir fyrirliggjandi samning milli sveitarstjórna Fjallabyggðar, Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um rekstur barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi og felur sveitarstjóra undirritun hans. Er samningurinn gerður með vísan til 10., 11. og 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem fjallað er um umdæmi barnaverndarþjónustu og 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Samkvæmt samningnum er sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitarfélag í samstarfinu og sem slíku falið fullnaðarvald til afgreiðslu barnaverndarmála á starfssvæði samningsins. Samningurinn er ótímabundinn með endurskoðunarákvæði vegna kostnaðarskiptingar fyrir 1. mars 2023 og almennri endurskoðun fyrir 31. desember 2023. Uppsögn samnings skal gerð fyrir 1. september ár hvert og tekur þá gildi við næstu áramót að því gefnu að sveitarfélagið hafi greitt allan þann kostnað sem því ber.
Fyrri umræða um samninginn fór fram á 362. fundi sveitarstjórnar þann 22. desember sl.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
12. Skipurit Húnaþings vestra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir breytt skipurit fyrir Húnaþing vestra vegna breyttrar stöðu brunavarna innan skipuritsins.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
13. Uppsögn skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra.
Lagt fram erindi frá Sigurði Þór Ágústssyni þar sem hann segir upp störfum sem skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn staðfestir uppsögn Sigurðar Þórs Ágústssonar sem skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Sigurði eru færðar bestu þakkir fyrir framlag hans í störfum hans sem skólastjóri og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Sveitarstjóra er falið að auglýsa starf skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:43.

Var efnið á síðunni hjálplegt?