357. fundur

357. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn þriðjudaginn 11. október 2022 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Magnús Vignir Eðvaldson aðalmaður, Magnús Magnússon aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir varamaður, Þorgrímur Guðni Björnsson aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður. 

Starfsmenn

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Oddviti setti fund. Oddviti óskaði eftir að taka á dagskrá sem 11. dagskrárlið viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022 nr. 4. Samþykkt samhljóða. Gengið var til dagskrár.

1. Byggðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 1146. fundar aukins byggðarráðs frá 12. september sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1147. fundar byggðarráðs frá 12. september sl. Fundargerð í 7 liðum.
Dagskrárliður 4 aukið starfshlutfall í Leikskólanum Ásgarði.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1148. fundar byggðarráðs frá 19. september sl. Fundargerð í 5 liðum.
Dagskrárliður 1 beiðni um launalaust leyfi.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 skipan starfshóps um fasteignir og jarðir sveitarfélagsins.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Magnús Magnússon, Friðrik Má Sigurðsson og Magnús Vigni Eðvaldsson í starfshóp um fasteignir, jarðir og lendur sveitarfélagsins.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1149. fundar aukins byggðarráðs frá 26. september sl. Fundargerð í 1 lið.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1150. fundar byggðarráðs frá 26. september sl. Fundargerð í 10 liðum.
Dagskrárliður 5 umsókn um lóð að Lindarvegi 1.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 8 framlenging samnings um snjómokstur á Hvammstanga.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 10 úthlutun leiguíbúðarinnar að Lindarvegi 3a.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1151. fundar aukins byggðarráðs frá 3. október sl. Fundargerð í 1 lið.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1152. fundar byggðarráðs frá 10. október sl. Fundargerð í 13 liðum.
Dagskrárliður 1 opnun tilboða í húseignina Hvammstangabraut 10.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 endurtilnefning fulltrúa í verkefnaráð Holtavörðuheiðarlínu 1.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 13 úthlutun íbúðar að Garðavegi 18.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Skipulags- og umhverfisráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 349. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 6. október sl. Fundargerð í 7 liðum.
Dagskrárliður 1 erindi nr. 2209006, framkvæmdaleyfi vegna vinnu við veg 717-01, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 erindi nr. 2209010, breyting á bílskúrsþaki á Lækjargötu 6, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 erindi nr. 2210007, stofnun lóðar úr landi Sæbóls, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 erindi nr. 2210010, breyting á landamerkjum Stóra-Hvarfs 2, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 erindi nr. 2210011, stöðuleyfi 25m2 húss á Reynhólum til eins árs, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskárliður 6 erindi nr. 2210012, byggingarleyfi einbýlishúss á Sæbergi, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 7 erindi nr. 2210013, niðurrif hlöðu og reykhúss á Ytra-Bjargi, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Félagsmálaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 237. fundar félagsmálaráðs frá 28. september sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Fræðsluráð, formaður kynnti.
Fundargerð 230. fundar fræðsluráðs frá 6. október sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Landbúnaðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 194. fundar landbúnaðarráðs frá 6. október sl. Fundargerð í 9 liðum.
Dagskrárliður 4 erindi frá fjallskiladeild Vatnsnesinga vegna skilaréttar á framfjalli Vatnsnesfjalls.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að heimila fjallskiladeild Vatnsnesinga að koma upp skilarétt í eignarlandi sveitarfélagsins.“
Dagskrárliður 6 beiðni um fjármagn til vetrarveiða á ref árið 2023. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn vísar erindinu til fjárhagsáætlunar ársins 2023.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Veituráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 38. fundar veituráðs frá 13. september sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Öldungaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 6. fundar öldungaráðs frá 4. október sl. Fundargerð í 13 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8. Erindisbréf starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur Húnaþings vestra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur Húnaþings vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. Skipan varamanns í stjórn Selaseturs Íslands.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að Friðrik Már Sigurðsson taki sæti varamanns í stjórn Selaseturs Íslands.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10. Skipan varamanns í kjörstjórn.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að Kristín Magnúsdóttir taki sæti varamanns í kjörstjórn.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11. Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2022 nr. 4.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að viðauka vegna fjárhagsáætlunar ársins 2022:
„Sveitarstjórn samþykkir tillögu að viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2022 að upphæð kr. 840.000. Viðaukinn er gerður vegna hönnunarvinnu við íbúðir aldraðra að Nestúni 2-6. Leiðir hann til lækkunar á lið 2190, ófyrirséð, og hefur því ekki áhrif á áætlaða rekstrarafkomu ársins 2022.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?