344. fundur

344. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 10. nóvember 2021 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður, Valdimar H. Gunnlaugsson varamaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 6. dagskrárlið gjaldskrár fyrir árið 2022, sem 7. dagskrárlið fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, sem 8. dagskrárlið fundargerð öldungaráðs, sem 9. dagskrárlið fundargerð landbúnaðarráðs og sem 10. dagskrárlið aukafund sveitarstjórnar. Dagskrárliðir nr. 6 og 7 á áður útsendri dagskrá verða því nr. 11 og 12.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

  1. Fundargerðir byggðarráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 1110. fundar byggðarráðs frá 18. október sl. Fundargerð í 6 liðum.

Dagskrárliður 2, 2110022 þátttaka í stafrænu samstarfi sveitarfélaga 2022.

Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1111. fundar byggðarráðs frá 1. nóvember sl. Fundargerð í 10 liðum.

Dagskrárliður 1, 2110050 erindi frá Selasetri Íslands um að víkja frá ákvæðum í samningi frá árinu 2018.

Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 3, 2110042 úthlutun lóðar að Lindarvegi 8.

Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 4, 2110040 fjárhagsáætlun málefna fatlaðs fólks árið 2022 og uppfærð áætlun fyrir árið 2021.

Lögð fram eftirfarandi bókun:

„Sveitarfélagið Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Hinn gríðarlegi hallarekstur vegna málaflokksins er verulegt áhyggjuefni. Hlutfall þess sem greitt er til leiðandi sveitarfélags er 0,25% af útsvari Húnaþings vestra. Auk þess greiðir Húnaþing vestra hluta af hallarekstri málaflokksins eftir íbúafjölda. Sú fjárhæð sem greidd er til hins leiðandi sveitarfélags hefur hækkað um 509% frá árinu 2016 til ársins 2021 standist nýjasta fjárhagsáætlun sem lögð hefur verið fram. Á milli áranna 2020 og 2021 hækka greiðslurnar um 181%. Ljóst má vera að Húnaþing vestra ræður ekki við þátttöku í verkefninu undir óbreyttum formerkjum, en málaflokkurinn er á ábyrgð ríkisins. Oddvita og sveitarstjóra er falið að ræða við félags- og barnamálaráðherra og gera honum grein fyrir stöðunni.“

Dagskrárliður 7, tilnefning fulltrúa í starfshóp vegna innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 10, drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.

Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1112. fundar byggðarráðs frá 8. nóvember sl. Fundargerð í 1 lið.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1113. fundar byggðarráðs frá 8. nóvember sl. Fundargerð í 7 liðum.

Dagskrárliður 2, 2111013 bréf vegna ályktunar bæjarráðs Árborgar um leikskólamál sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tók undir á fundi sínum 29. október sl. Lögð fram eftirfarandi bókun:

„Húnaþing vestra skorar á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir viðurkenningu ríkisvaldsins á leikskólastiginu sem menntastofnun. Ríkisvaldið þarf að skilgreina tekjustofn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla frá lokum fæðingarorlofs. Ekki er síður mikilvægt að tryggja fjármagn til þjónustu við fötluð leikskólabörn og þau börn sem hafa annað móðurmál en íslensku.“

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  2. Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.

  Fundargerð 222. fundar fræðsluráðs frá 27. október sl. Fundargerð í 2 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  3.  Fundgerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 187. fundar félagsmálaráðs frá 27. október sl. Fundargerð í 3 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 4. Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 33. fundar veituráðs frá 2. nóvember sl. Fundargerð í 4 liðum.

Dagskrárliður 2, niðurstöður frá ÍSOR vegna langtímadælingar á Reykjatanga. Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn felur veitustjóra og veituráði að kostnaðargreina áframhaldandi framkvæmdir og meta rekstraröryggi.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  5. Fjárhagsáætlun 2022 ásamt 3ja ára áætlun.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2023-2025 fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki til síðari umræðu í sveitarstjórn þann 24. nóvember nk.“

 

 

 

 6.  Gjaldskrá fyrir árið 2022.

Álagning útsvars, skatta og gjaldskrár ársins 2022.

Lögð fram svohljóðandi tillaga um álagningu fasteignagjalda og útsvars árið 2022:

Útsvar 14,52 %

Fasteignaskattur A-gjald 0,40 % af fm. húss og lóðar

Fasteignaskattur B-gjald 1,32 % af fm. húss og lóðar

Fasteignaskattur C-gjald 1,32 % af fm. húss og lóðar

Lóðarleiga, almennt gjald 9,5 kr. pr. m2

Lóðarleiga, ræktað land 1,31 kr. pr. m2

 

Holræsagjald 0,21% af fm.húss og lóðar

Vatnsskattur 0,27% af fm. húss og lóðar

Aukavatnsskattur 16,0 kr. m3

 

Hreinsun rotþróa:

0-2000 lítra 10.200 kr. pr. þró

2001-4000 lítra 12.300 kr. pr. þró

4001-6000 lítra 14.600 kr. pr. þró

6001 lítra og stærri 3.700 kr. pr. m3

Sorpgjald á íbúðarhúsnæði, regluleg sorphirða. kr. 46.100

Sorpeyðingargjald, sumarbústaðir og íbúðir í dreifbýli

þar sem ekki er hirt sorp. kr. 19.900

 

Lóðarleigu og fasteignaskatt skv. A-B-og C gjaldi skal innheimta frá fyrstu skráningu hjá Fasteignamati ríkisins, en holræsagjald, vatnsskatt og sorpgjöld skal innheimta frá þeim tíma að fasteign hefur verið skráð með byggingarstig 4.

 

Gjalddagi gjalda undir kr. 20.000 er 1. maí.

Gjalddagar gjalda á bilinu kr. 20.001 til 38.000 eru 1. apríl og 1. júlí.

Aðrir gjalddagar eru 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst.

 

Reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega eru vegna íbúðarhúsnæðis þeirra til eigin nota og fyrir þá sem eiga lögheimili í Húnaþingi vestra. Afslátturinn er tekjutengdur og miðaður við árstekjur skv. nýjasta skattframtali, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur og tekur einungis til fasteignaskatts.

 

Tekjuviðmiðun:

Fyrir einstaklinga:

a)Með heildartekjur allt að kr. 3.800.000 fær 100% afslátt.

b)Með tekjur umfram kr. 5.000.000 enginn afsláttur.

Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:

a)Með heildartekjur allt að kr. 5.000.000 fær 100% afslátt.

b)Með heildartekjur umfram kr. 6.800.000 enginn afsláttur.

Ef tekjur eru skv. framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

 

 1. Elli- og/eða 75% örorkulífeyrisþegi hefur heimild til að leggja fram tekjuvottorð vegna tekna næstliðins árs, og breytast þá tekjuforsendur skv. ofangreindu tekjuviðmiði.

2. Skilyrði fyrir niðurfellingu er að viðkomandi búi sjálfur í húsnæðinu og hafi ekki af því leigutekjur.

3. Ef um hjón eða sambýlisfólk er að ræða, ræður aldur þess sem fyrr verður 67 ára án tillits til þess hvort þeirra er skráð fyrir eigninni.

4. Við andlát maka styrki sveitarsjóður eftirlifandi um sömu upphæð og nemur álögðum fasteignaskatti ársins.

 

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá félagsþjónustu Húnaþings vestra.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Grunnskóla Húnaþings vestra, dreifnáms og fjarnámsstofu.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Leikskólans Ásgarðs.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Tónlistarskóla Húnaþings vestra.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá bóka- og héraðsskjalasafns Húnaþings vestra og Félagsmiðstöðvarinnar Óríón.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Félagsheimilisins á Hvammstanga.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar Húnaþings vestra.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að afslætti af garðslætti eldri borgara.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá vegna geymslusvæða í Grænulaut.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hirðu, móttöku- og flokkunarstöð úrgangs í Húnaþings vestra.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu Húnaþings vestra.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá þjónustumiðstöðvar.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð Húnaþings vestra.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá vatnsveitu Húnaþings vestra.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fráveitu Húnaþings vestra.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga um að upphæð frístundakorts fyrir börn á aldrinum 6-18 ára verði kr. 20.000 á árinu 2022.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 338. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 9. nóvember sl. Fundargerð í 2 liðum.

Dagskrárliður 1, erindi nr. 2111024 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 2, erindi nr. 2111025 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8. Fundargerð öldungaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 4. fundar öldungaráðs frá 3. nóvember sl. Fundargerð í 5 liðum.

Dagskrárliður 1, endurbætur á 12 eldri íbúðum í Nestúni.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir að fela rekstrarstjóra að kostnaðarmeta endurbætur á eldri íbúðum í Nestúni. Rekstrarstjóra falið að skipta framkvæmdinni niður til fimm ára og gera ráð fyrir að framkvæmdir hefjist árið 2023.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9. Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 188. fundar landbúnaðarráðs frá 3. nóvember sl. Fundargerð í 1 lið.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10. Aukafundur sveitarstjórnar.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

„Sveitarstjórn samþykkir að halda aukafund miðvikudaginn 24. nóvember nk., þar sem fjárhagsáætlun ársins 2022 ásamt 3ja ára áætlun áranna 2023-2025 verður lögð fram til seinni umræðu“.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11. Ósk um tímabundið leyfi frá störfum. Lagt fram bréf frá Sigtryggi Sigurvaldasyni þar sem hann óskar eftir tímabundnu leyfi frá setu í landbúnaðarráði. Sveitarstjórn samþykkir leyfisósk og mun varamaður taka sæti í landbúnaðarráði í hans stað.

12. Skýrsla sveitarstjóra.

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið 16:52.

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?