341. fundur

341. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 10. júní 2021 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Ingimar Sigurðsson varamaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.
  1. Kosning í byggðarráð Húnaþings vestra

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

Byggðarráð til eins árs, aðalmenn:

Friðrik Már Sigurðsson (B), formaður

Þorleifur Karl Eggertsson (B), varaformaður

Magnús Magnússon (N)

Byggðarráð til eins árs, varamenn:

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir (B)

Ingveldur Ása Konráðsdóttir (B)

Sigríður Ólafsdóttir (N)

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2. Fundargerðir byggðarráðs, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir kynnti.

Fundargerð 1089. fundar byggðarráðs frá 17. maí sl. Fundargerð í 6 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1090. fundar byggðarráðs frá 25. maí sl. Fundargerð í 2 liðum.

Dagskrárliður 1 leigusamningur vegna tjaldsvæðisins í Kirkjuhvammi.

Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1091. fundar byggðarráðs frá 31. maí sl. Fundargerð í 8 liðum.

Dagskrárliður 1 bréf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra vegna viðbyggingar verknámsbyggingar skólans.

Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 5 dúkalögn í viðbyggingu grunnskólans.

Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

 

Fundargerð 1092. fundar byggðarráðs frá 7. júní sl. Fundargerð í 9 liðum.

Dagskrárliður 9 rekstur tölvukerfis sveitarfélagsins. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 333. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 3. júní sl. Fundargerð í 5 liðum.

Dagskrárliður 1, erindi nr. 2105016 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 3, erindi nr. 2106006 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 5, erindi nr. 2106009 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4. Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 218. fundar fræðsluráðs frá 26. maí sl. Fundargerð í 2 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 224. fundar frá 26. maí sl. Fundargerð í 4 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6. Fundargerðir ungmennaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 63. fundar ungmennaráðs frá 21. janúar sl., fundargerð 64. fundar ungmennaráðs frá 18. febrúar sl. og fundargerð 65. fundar ungmennaráðs frá 3. júní sl.

Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar með 7 atkvæðum.

7. Ársreikningur 2020, síðari umræða.

Ársreikningur Húnaþings vestra lagður fram til seinni umræðu ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG. Ársreikningurinn samanstendur annars vegar af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og hins vegar um A- og B-hluta samantekinn. Til A-hluta telst sú starfsemi sveitarfélagsins sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum, þ.e. aðalsjóður, eignasjóður og þjónustumiðstöð sveitarfélagsins. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, þ.e. Fráveita, Vatnsveita, Hitaveita, Hafnarsjóður, Félagslegar íbúðir og Reykjaeignir ehf.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagðan ársreikning sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2020.“

Tillagan borin undir atkvæði um samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Helstu niðurstöður ársreiknings Húnaþings vestra árið 2020 eru:

 

 

  • Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta var jákvæð um kr. 33,4 milljónir, samanborið við kr. 102,9 milljónir árið 2019.
    • Rekstrarniðurstaða A-hluta var kr. 50,0 milljónir, samanborið við kr. 92,6 milljónir árið 2019.
  • Breyting á lífeyrisskuldbindingum A- og B-hluta var kr. 16,1 milljónir samanborið við 10,1 milljónir árið 2019.
  • Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta var kr. 140,3 milljónir, samanborið við kr. 383,9 milljónir árið 2019.
  • Lántökur A- og B-hluta voru kr. 290 milljónir, samanborið við kr. 60 milljónir árið 2019.
  • Afborganir langtímalána A- og B- hluta voru kr. 46 milljónir, samanborið við kr.
    44,2 milljónir árið 2019.
  • Skuldahlutfall A- og B- hluta var 71,7% samanborið við 53,3% árið 2019. Í hefðbundnu árferði ber sveitarfélögum að sjá til þess að heildarskuldir og skuldbindingar
  • A- og B-hluta séu ekki hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum. Vegna COVID-19 hefur sú regla þó verið afnumin út árið 2022.
  • Langtímaskuldir A- og B-hluta eru kr. 796 milljónir, samanborið 487,2 milljónir árið 2019.
  • Veltufé frá rekstri var kr. 122,5 milljónir, eða 7,4% í hlutfalli við rekstrartekjur. Árið 2019 var veltufé frá rekstri kr. 189,5 milljónir, eða 11,3% í hlutfalli við rekstrartekjur.
  • Veltufjárhlutfall A-hluta var 3,24, samanborið við 4,6 árið 2019.
  • Laun, launatengd gjöld og breyting lífeyrisskuldbindingar A-hluta var 56,4% í hlutfalli við rekstrartekjur, samanborið við 51,1% árið 2019.
  • Fjárfestingar á árinu 2020 voru kr. 386,4 milljónir króna, samanborið við kr. 206,2 milljónir árið 2019. Stærsti hluti fjárfestingarinnar er vegna viðbyggingar grunnskólans, en einnig var ráðist í nýbyggingu gatna og hitaveituframkvæmdir.

Staða sveitarfélagsins er góð og rekstur í jafnvægi þrátt fyrir heimsfaraldurinn COVID-19 sem hafði áhrif á rekstur Húnaþings vestra líkt og önnur sveitarfélög. Áhrifin urðu mikil strax í upphafi faraldursins þegar sett var á úrvinnslusóttkví í sveitarfélaginu og allri starfsemi sem ekki var lífsnauðsynleg var lokað. Áhrifa COVID-19 gætti áfram að úrvinnslusóttkví lokinni og hafa fjölmargir starfsmenn sveitarfélagsins þurft að sæta sóttkví auk þess sem loka þurfti grunnskóla tímabundið og íþróttamiðstöð um lengri tíma. Áhrifin felast í tekjumissi og kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið og ljóst var að mikil óvissa ríkti um helstu tekjustofna sveitarfélagsins.

Þegar ljóst var að áhrif heimsfaraldursins á rekstur sveitarfélagsins yrðu mikil var leitað til forstöðumanna um að draga saman seglin eins og kostur var í rekstri stofnana, án þess að kæmi til fækkunar starfsfólks. Viðbrögð forstöðumanna voru undantekningarlaust afar jákvæð og eru þeim færðar þakkir fyrir þeirra framlag og útsjónarsemi í rekstri. Þær hagræðingaraðgerðir sem farið var í báru árangur og leiddu til þess að rekstrarafkoma sveitarfélagsins er jákvæð.

Skuldahlutfall hefur aukist nokkuð á árinu vegna framkvæmda en er þó vel undir þeim mörkum sem gert er ráð fyrir í sveitarstjórnarlögum. Staðan er því sterk og mun einni stærstu framkvæmd sem sveitarfélagið hefur ráðist í á síðustu árum ljúka vorið 2022 þegar viðbygging við Grunnskóla Húnaþings vestra verður fullkláruð.

Þessi góða staða er ekki sjálfgefin og vill sveitarstjórn þakka stjórnendum og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir aðhald og skynsemi í rekstri á árinu 2020 sem og fyrri ár.

8. Viðauki nr. 2

Lögð fram eftirfarandi tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021:

„Bifreið fyrir dagvistun aldraðra kr. 1.590.000

Söluverðmæti eldri bifreiðar kr. -4.500.000

Viðaukinn leiðir til hækkunar á handbæru fé.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.  Sumarleyfi sveitarstjórnar

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að fella niður reglulega fundi sveitarstjórnar í júlí og ágúst. Næsti reglulegi fundur verður haldinn þann 16. september nk.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10. Skýrsla sveitarstjóra.

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:00.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?