339. fundur

339. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 12. maí 2021 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sigríður Elva Ársælsdóttir varamaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

1. Oddviti setti fund og óskaði eftir að fá að bæta á dagskrá sem 8. dagskrárlið bætt aðstaða til íþróttaiðkunnar barna á landsbyggðinni. Skýrsla sveitarstjóra verður því að 9. dagskrárlið. Samþykkt með 7 atkvæðum.

2. Fundargerðir byggðarráðs, varaformaður kynnti.

Fundargerð 1084. fundar byggðarráðs frá 12. apríl sl. Fundargerð í 11 liðum.

Dagskrárliður 9 bókun byggðarráðs vegna staðsetningar starfa hjá RARIK. Lögð fram eftirfarandi bókun; „Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og skorar á stjórn RARIK að endurskoða staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar. Sveitarstjórn ítrekar enn og aftur mikilvægi þess að opna að nýju starfsstöð RARIK á Hvammstanga. Stjórn RARIK er hvött til að endurvekja starfsstöðina og tryggja með því öryggi íbúa og þjónustu á Norðurlandi vestra.“

Dagskrárliður 11 samningur vegna fjallskila, upprekstrarréttar og nýtingarréttar á milli Húnaþings vestra og eigenda jarðanna Efri- og Neðri-Fitja. Lögð fram eftirfarandi tillaga; „Sveitarstjórn Húnaþings vestra staðfestir samning vegna fjallskila, upprekstrarréttar og nýtingarréttar á milli Húnaþings vestra og eigenda jarðanna Efri- og Neðri-Fitja.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins, jafnframt er sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi við fjallskiladeildir Víðdælinga og Miðfirðinga vegna þeirra breytinga sem leiða af samningnum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1085. fundar byggðarráðs frá 19. apríl sl. Fundargerð í 6 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Fundargerð 1086. fundar byggðarráðs frá 26. apríl sl. Fundargerð í 6 liðum.

Dagskrárliður 2 tilnefning í samgöngu- og innviðanefnd SSNV. Byggðarráð tilnefndi Magnús Magnússon í samgöngu- og innviðanefnd SSNV og Friðrik Má Sigurðsson til vara. Tillaga byggðarráðs borin undir atkvæði og staðfest með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 6 tilboð í lóðarfrágang við nýbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1087. fundar byggðarráðs frá 3. maí sl. Fundargerð í 5 liðum.

Dagskrárliður 2 tilnefning í verkefnahóp vegna atvinnuuppbyggingar á Hafursstöðum. Byggðarráð tilnefndi Friðrik Má Sigurðsson í verkefnahópinn. Tillaga byggðarráðs borin undir atkvæði og staðfest með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 5 byggingafulltrúi í Húnaþingi vestra. Afgreiðsla byggðarráðs á fyrirkomulagi um tímabundna lausn á störfum byggingafulltrúa og samkomulag við Blönduósbæ um verkefni byggingafulltrúa borin undir atkvæði og staðfest með 7 atkvæðum. Sveitarstjórn óskar Ólafi Jakobssyni fráfarandi byggingarfulltrúa velfarnaðar og þakkar honum fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1088. fundar byggðarráðs frá 10. maí sl. Fundargerð í 13 liðum.

Dagskrárliður 6 fundargerð 66. fundar stjórnar SSNV. Sveitarstjórn tekur undir ályktun SSNE og SSNV og leggur fram eftirfarandi bókun; „Sveitarstjórn Húnaþings vestra leggur til að í nýrri byggðaáætlun verði almennt gert ráð fyrir því að minnst þriðjungur einstaklinga, sem tilnefndir eru í stjórnir, ráð, nefndir og starfshópa á vegum ríkisins, séu búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Sveitarstjórn skorar á fyrirtæki og félagasamtök sem starfa á landsvísu að horfa til sömu meginreglu.“ Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 332. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 6. maí sl. Fundargerð í 11 liðum.

Dagskrárliður 1, erindi nr. 2104006 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 2, erindi nr. 2104063 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 3, erindi nr. 2104039 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 4, erindi nr. 2104058 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 5, erindi nr. 2105008 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 6, erindi nr. 2105009 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 7, erindi nr. 2105016 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 8, erindi nr. 2104056 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 9, erindi nr. 2104057 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 10, erindi nr. 2104064 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 11, erindi nr. 2103018 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4. Fundargerðir félagsmálaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 222. fundar frá 7. apríl sl. Fundargerð í 4 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 223. fundar frá 5. maí sl. Fundargerð í 4 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

5.Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 217. fundar fræðsluráðs frá 28. apríl sl. Fundargerð í 1 lið. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6. Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 29. fundar veituráðs frá 10. maí sl. Fundargerð í 2 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7. Ráðning skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra.

Thelma Kristín Kvaran ráðgjafi Intellecta kom til fundar við sveitarstjórn í gegnum fjarfundarbúnað. Sex umsóknir bárust um starfið, tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Thelma Kristín og sveitarstjóri fóru yfir ráðningarferlið og niðurstöður viðtala. Í framhaldi þess að sveitarstjórn hefur kynnt sér öll gögn málsins er lögð fram eftirfarandi tillaga; „Sveitarstjórn samþykkir að ráða Mariu Gaskell í starf skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningu Mariu í starfið.

8. Aukafundur sveitarstjórnar Lögð fram eftirfarandi tillaga;

„Sveitarstjórn samþykkir að boða til aukafundar sveitarstjórnar þann 27. maí nk. Á fundinum mun fara fram fyrri umræða um ársreikning sveitarfélagsins.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9. Bætt aðstaða til íþróttaiðkunnar barna á landsbyggðinni.

Magnús Vignir Eðvaldsson leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun; „Öll börn á Íslandi eiga rétt á að stunda íþróttir við hæfi og uppbygging á viðunandi aðstöðu til íþróttaiðkunar eykur til muna lífsgæði þeirra og styrkir búsetu á landsbyggðinni. Það er ljóst að bilið á milli stærri þéttbýliskjarna og landsbyggðarinnar hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og minni sveitarfélög hafa hreinlega setið eftir þegar kemur að uppbyggingu á íþróttaaðstöðu. Því miður hefur það sýnt sig að minni sveitarfélög hafa ekki burði til að ráðast ein og sér í stórar framkvæmdir við uppbyggingu íþróttamannvirkja. Sveitarstjórn Húnaþings vestra telur mikilvægt að ríkið komi til móts við minni sveitarfélög þegar kemur að uppbyggingu íþróttamannvirkja á landsbyggðinni. Með því væri verið að jafna búsetuskilyrði á landinu og styrkja byggðir sem margar hverjar eiga undir högg að sækja. Sveitarstjórn Húnaþings vestra skorar á stjórnvöld að komið verði á fót sjóði sem styrkir minni sveitarfélög á landsbyggðinni til uppbyggingar íþróttamannvirkja.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Sveitarstjóra falið að koma bókuninni á framfæri við viðeigandi ráðuneyti og þingmenn kjördæmisins.

10. Skýrsla sveitarstjóra.

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:21.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?