338. fundur

338. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 8. apríl 2021 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, varaoddviti, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður, Ingimar Sigurðsson varamaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Oddviti setti fund. Óskaði oddviti eftir að fá að bæta á dagskrá sem 6. lið beiðni um lausn frá setu í byggðarráði. Oddviti óskaði jafnframt eftir að fá að taka fyrir breytta dagsetningu vegna næsta reglulegs sveitarstjórnarfundar sem 7. lið. Skýrsla sveitarstjóra verður því 8. dagskrárliður.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.

Fundargerð 1081. fundar byggðarráðs frá 15. mars sl. Fundargerð í 7 liðum.

Dagskrárliður 1 úthlutun byggingarlóðar undir iðnaðarhúsnæði að Höfðabraut 36 til Agnars Sigurðssonar. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 6 tilboð í innréttingar í Grunnskóla Húnaþings vestra. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1082. fundar byggðarráðs frá 22. mars sl. Fundargerð í 5 liðum. Dagskrárliður 5 Grunnskóli Húnaþings vestra, innréttingar. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1083. fundar byggðarráðs frá 29. mars sl. Fundargerð í 10 liðum.

Dagskrárliður 1 úthlutun byggingarlóðar undir hesthús að Garðarströð 5 til Óskars Hallgrímssonar. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 2 úthlutun byggingarlóðar undir hesthús að Garðarströð 7 til Tómasar Arnar Daníelssonar. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 9 umboð sveitarstjóra til að selja eignarhlut sveitarfélagsins í Kirkjuvegi 10 og 12. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 331. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 6. apríl sl.

Fundargerð í 6 liðum.

Dagskrárliður 1, erindi nr. 2103039 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 2, erindi nr. 2103059 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 3, erindi nr. 2103058 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 4, erindi nr. 2103055 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 5, erindi nr. 2103057 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 6, erindi nr. 2103068 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3. Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 216. fundar fræðsluráðs frá 17. mars sl. Fundargerð í 3 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 4. Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 28. fundar veituráðs frá 6. apríl sl. Fundargerð í 4 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 5. Fundargerð öldungaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 3. fundar öldungaráðs frá 16. mars sl. Fundargerð í 6 liðum.

Dagskrárliður 4

innlagnabann á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir áhyggjur öldungaráðs af innlagnabanni á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Fulltrúar byggðarráðs hafa verið í samskiptum við fulltrúa Heilbrigðisstofnunar Vesturlands vegna málsins. Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6. Beiðni um lausn frá setu í byggðarráði.

Lagt var fram bréf frá Ingveldi Ásu Konráðsdóttur dagsett 7. apríl sl. þar sem hún óskar eftir lausn úr byggðarráði af persónulegum ástæðum. Beiðnin borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. Ingveldur Ása vék af fundi undir þessum lið.

7. Breyting á dagsetningu næsta reglulega fundar sveitarstjórnar.

Lögð fram eftirfarandi tillaga; „Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður 12. maí nk.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8. Skýrsla sveitarstjóra.

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:01.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?