337. fundur

337. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 11. mars 2021 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, varaoddviti, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Þórey Edda Elísdóttir varamaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.

Fundargerð 1077. fundar byggðarráðs frá 15. febrúar sl. Fundargerð í 5 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Fundargerð 1078. fundar byggðarráðs frá 22. febrúar sl. Fundargerð í 5 liðum.

Dagskrárliður 1 Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga. Lögð fram eftirfarandi bókun; „Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og leggur áherslu á mikilvægi góðrar heilbrigðisþjónustu við íbúa sveitarfélagsins og fagnar því að í nýrri íbúakönnun sem gerð var á landsvísu komi fram að íbúar í Húnaþingi vestra eru ánægðastir landsmanna með þjónustu heilsugæslu á sínu svæði“.

Dagskrárliður 5 Leigufélagið Bríet. Lögð fram eftirfarandi tillaga; „Sveitarstjórn samþykkir að fara í samstarf við Leigufélagið Bríet um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða á Hvammstanga. Auglýst verður eftir áhugasömum aðilum til samstarfs vegna verkefnisins.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1079. fundar byggðarráðs frá 1. mars sl. Fundargerð í 4 liðum.

Dagskrárliður 2 Grunnskóli Húnaþings vestra, tilboð í verkið „Útboð málning, Kirkjuvegur 1. Hvammstanga. Viðbygging grunnskóla“. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og staðfest með 7 atkvæðum. Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1080. fundar byggðarráðs frá 8. mars sl. Fundargerð í 12 liðum.

Dagskrárliður 10 undirbúningur sölu Kirkjuvegar 10 og Kirkjuvegar 12. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og staðfest með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 12 ráðningarferli skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og staðfest með 7 atkvæðum. Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 330. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 4. mars sl. Fundargerð í 4 liðum.

Dagskrárliður 1, erindi nr. 2102027 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 2, erindi nr. 2102033 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 3, erindi nr. 2103004 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 4, erindi nr. 2103018 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum. Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3. Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 221. fundar félagsmálaráðs frá 3. mars sl. Fundargerð í 4 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4. Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti. Fundargerð 183. fundar landbúnaðarráðs frá 3. mars sl. Fundargerð í 4 liðum. Dagskrárliður 3 úthlutun fjármagns til viðhalds heiðargirðinga. Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti. Fundargerð veituráðs frá 9. mars sl. Fundargerð í 3 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6. Skýrsla sveitarstjóra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar. Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:43.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?