333. fundur

333. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 26. nóvember 2020 kl. 15:00 Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður og Magnús Eðvaldsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
1. Fjárhagsáætlun ársins 2021 ásamt 3ja ára áætlun fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki. Fyrri umræða.
Lögð fram eftirfarandi tillaga;
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2022-2024 fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki til síðari umræðu í sveitarstjórn þann 10. desember nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
2. Gjaldskrár fyrir árið 2021.
Álagning útsvars, skatta og gjaldskrár ársins 2021.
Lögð fram svohljóðandi tillaga um álagningu fasteignagjalda og útsvars árið 2021.
 
Útsvar            14,52 %    
Fasteignaskattur  A-gjald 0,38 %     af fm. húss og lóðar
Fasteignaskattur  B-gjald 1,32 %     af fm. húss og lóðar
Fasteignaskattur  C-gjald 1,32 %     af fm. húss og lóðar
Lóðarleiga, almennt gjald 9,3          kr. pr. m2  
Lóðarleiga, ræktað land 1,28        kr. pr. m2
                     
Holræsagjald   0,21%    af fm.húss og lóðar
Vatnsskattur   0,27%    af fm. húss og lóðar
Aukavatnsskattur   15,50     kr.  m3  
 
Hreinsun rotþróa:
0-2000 lítra 9.300 kr. pr. þró 
2001-4000 lítra            11.200 kr. pr. þró
4001-6000 lítra            13.300 kr. pr. þró
6001 lítra og stærri 3.370 kr. pr. m3
 
 
Sorpgjald á íbúðarhúsnæði, regluleg sorphirða.                   kr.    45.000  
Sorpeyðingargjald, sumarbústaðir og íbúðir í dreifbýli
þar sem ekki er hirt sorp.                kr.    19.400
 
  
Lóðarleigu og fasteignaskatt skv. A-, B- og C-gjaldi skal innheimta frá fyrstu skráningu hjá Fasteignamati ríkisins, en  holræsagjald, vatnsskatt og sorpgjöld skal innheimta frá þeim tíma að fasteign hefur verið skráð með byggingarstig 4.
 
Gjalddagi gjalda undir kr. 20.000 er 1. maí.
Gjalddagar gjalda  á bilinu  kr. 20.001 til 38.000 eru 1. apríl og 1. júlí.
Aðrir gjalddagar eru 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst.
 
Reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþegar eru vegna íbúðarhúsnæðis þeirra til eigin nota og fyrir þá sem eiga lögheimili í Húnaþingi vestra.  Afslátturinn er tekjutengdur og miðaður við árstekjur  skv. nýjasta skattframtali, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur og tekur einungis til fasteignaskatts.
 
Tekjuviðmiðun:
Fyrir einstaklinga:
a) Með heildartekjur allt að kr. 3.700.000 fær 100% afslátt.
b) Með tekjur umfram kr.  4.900.000 enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) Með heildartekjur allt að kr.  4.900.000 fær 100% afslátt. 
b) Með heildartekjur umfram kr. 6.600.000 enginn afsláttur.
Ef tekjur eru skv. framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
 
1. Elli- og/eða 75% örorkulífeyrisþegi hefur heimild  til að leggja fram tekjuvottorð vegna tekna næstliðins árs, og breytast þá tekjuforsendur skv. ofangreindu tekjuviðmiði.
 
2. Skilyrði fyrir niðurfellingu er að viðkomandi búi sjálfur í húsnæðinu og hafi ekki af því leigutekjur.
 
3. Ef um hjón eða sambýlisfólk er  að ræða, ræður aldur þess sem fyrr verður 67 ára án tillits til þess hvort þeirra er skráð fyrir eigninni.
 
4. Við andlát maka styrkir sveitarsjóður eftirlifandi um  sömu upphæð og nemur álögðum fasteignaskatti ársins.
 
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Lögð fram tillaga að gjaldskrá leikskóla Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöð Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hirðu, móttöku- og flokkunarstöð úrgangs í Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 
 
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Lögð fram tillaga að gjaldskrá vatnsveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin  undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Lögð fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fráveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin  undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Lögð fram tillaga að gjaldskrá annarra þjónustustofnana aðalsjóðs og þjónustumiðstöðvar.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 
 
Lögð fram tillaga um að upphæð frístundakorts fyrir börn á aldrinum 6-18 ára verði kr. 19.000 á árinu 2021.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 
 
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:30.
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?