330. fundur

330. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 10. september 2020 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Sólveig H. Benjamínsdóttir, varamaður og Magnús Eðvaldsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Oddviti setti fund og óskaði eftir að fá að bæta á dagskrá sem 7. dagskrárlið fundargerð 324. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 8. september sl. 7. dagskrárliður skýrsla sveitarstjóra verður 8. liður og 8. dagskrárliður kynning á starfsemi SSNV verður 9. dagskrárliður. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

 1. Viðauki við fjárhagsáætlun 2020, oddviti kynnti.

Lögð fram eftirfarandi tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020, viðauki nr. 4;

 

00 Skatttekjur lækka um                                                                   kr. 60.000.000
02 Félagsþjónusta kostnaður hækkar um                                          kr.   8.300.000
04 Fræðslumál tekjur leikskóla lækka um                                        kr.   1.500.000
05 Menningarmál, Félagsheimili Hvammstanga                              kr.  -6.000.000
06 Æskulýðs- og íþróttamál, lækkaðar tekjur Íþróttamiðstöðvar     kr.   1.700.000
08 Hreinlætismál. Sorphirða lækkar um                                           kr.  -6.000.000
10 Umferðar- og samgöngumál, snjómokstur og hálkuvarnir

 hækka um                                                                             kr.    5.500.000
21 Sameiginlegur kostnaður, endurskoðun hækkar um                    kr.      700.000

31 Eignasjóður,  Félagsheimilið Hvammstanga, rekstur eignar       kr.    4.000.000
                                                                        Samtals breyting:    kr. 69.700.000

 

Viðauki þessi er fyrst og fremst lagður fram vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur á rekstur sveitarfélagsins bæði til lækkunar tekna og aukins kostnaðar. Síðastliðinn vetur var einnig mjög snjóþungur sem leiðir til þess að hækka þarf áætlun vegna bæði snjómoksturs og hálkuvarna.

Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar var Félagsheimilið Hvammstanga tekið inn í rekstur sveitarfélagsins, rauntölur ársins 2019 hafa verið færðar inn í áætlunina og því breytast einnig afskriftir og fjármagnskostnaður.

 

Kostnaði viðaukans verður mætt með lækkun á handbæru fé um kr. 69.700.000.-

Viðauki nr. 4 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

 2. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.

Fundargerð 1055. fundar byggðarráðs frá 7. september sl. Fundargerð í 11 liðum.

8. dagskrárliður erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri.  Afgreiðsla byggðarráðs staðfest með 7 atkvæðum. 

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.   Samþykkt um fráveitu í Húnaþingi vestra, seinni umræða.

Lögð fram eftirfarandi tillaga: „Sveitarstjórn Húnaþings vestra samykkir framlagða samþykkt um fráveitu í Húnaþingi vestra og felur sveitarstjóra að senda hana til staðfestingar ráðherra.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.   Reglugerð fyrir hitaveitu Húnaþings vestra, fyrri umræða.

Endurskoðuð reglugerð fyrir hitaveitu Húnaþings vestra, fyrri umræða. Lögð fram tillaga um að vísa reglugerðinni til seinni umræðu. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt  með 7 atkvæðum. 

5.   Reglugerð fyrir Tónlistarskóla Húnaþings vestra, fyrri umræða.

Endurskoðuð reglugerð fyrir Tónlistarskóla Húnaþings vestra, fyrri umræða. Lögð fram tillaga um að vísa reglugerðinni til seinni umræðu. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt  með 7 atkvæðum. 

6.   Endurskoðuð samþykkt um meðhöndlun úrgangs, fyrri umræða.

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs, fyrri umræða. Lögð fram tillaga um að vísa samþykktinni til seinni umræðu. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt  með 7 atkvæðum. 

7.   Fundargerðir skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

 

Fundargerð 324. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 8. september sl. Fundargerð í 11 liðum.

 1. dagskrárliður 2008007 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
 2. dagskrárliður 2002015 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
 3. dagskrárliður 2008008 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
 4. dagskrárliður 2009003 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
 5. dagskrárliður 2008012 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
 6. dagskrárliður 2009002 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
 7. dagskrárliður 2008032 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
 8. dagskrárliður 2009001 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
 9. dagskrárliður 2009012 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
 10. dagskrárliður 2008013 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
 11. dagskrárliður 1909017 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

 

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 8.   Skýrsla sveitarstjóra.

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

9.   Kynning á starfsemi SSNV.

Dagskrárlið frestað.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:42.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?