323. fundur

323. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 13. febrúar 2020 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sigríður Elva Ársælsdóttir, varamaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir


Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 10. dagskrárlið bókun sveitarstjórnar Húnaþings vestra um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar, 11. lið bókun sveitarstjórnar Húnaþings vestra um fjarskipti., 12. lið kosning fulltrúa og varafulltrúa á ársþing SSNV og 13. lið skýrsla sveitarstjóra. Samþykkt með 7 atkvæðum.

1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 1029. fundar byggðarráðs frá 20. janúar sl. Fundargerð í 4 liðum.
1. dagskrárliður. Drög að frumvarpi laga um hálendisþjóðgarð. Borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1030. fundar byggðarráðs frá 27. janúar sl. Fundargerð í 15 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1031. fundar byggðarráðs frá 3. febrúar sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1032. fundar byggðarráðs frá 10. febrúar sl. Fundargerð í 6 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2. Fundargerð 209. fundar félagsmálaráðs frá 29. janúar sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3. Fundargerð 206. fundar fræðsluráðs frá 29. janúar sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4. Fundargerð 317. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 6. febrúar sl. Fundargerð í 6 liðum.
Dagskrárliður 1, nr. 2001013 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2, nr. 2001014 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3, nr. 2001034 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4, nr. 2001048 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5, nr. 2001051 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 6, nr. 1909038 borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum. Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. Fundargerð 58. fundar ungmennaráðs frá 16. janúar sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6. Fundargerð 18. fundar veituráðs frá 28. janúar sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum,

7. Samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðagjöldum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun um tímabundinn afslátt af gatnagerðagjöldum:

„Vegna mikillar eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði samþykkir sveitarstjórn Húnaþings vestra að framlengja tímabundið heimild til niðurfellingar gatnagerðargjalda í samræmi við 6. gr. laga nr. 153/2006 og 6. gr. samþykktar Húnaþings vestra um gatnagerðargjöld nr. 717/2013.

Sveitarstjórn samþykkir að eftirfarandi ákvæði gildi um úthlutun allt að níu íbúðarhúsalóða sem afslátturinn mun ná til, þriggja á Laugarbakka og sex á Hvammstanga.
Lóðirnar sem um ræðir verða skilgreindar á lista sem sveitarstjórn samþykkir.

Umsóknir um lóðirnar skulu berast eigi síðar en 31. desember 2020 en umsóknir sem berast innan tilskilins frests verða afgreiddar af byggðarráði.

Sæki fleiri en einn um sömu lóðina gildir útdráttur milli umsækjenda.

Við úthlutun lóðanna skulu gilda ákvæði um að umsækjandi hefur sex mánuði frá úthlutunardegi til að skila inn fullnægjandi byggingarnefndarteikningum og umsókn um byggingarleyfi. Byggingarframkvæmdir skuli vera hafnar innan árs frá úthlutun og að byggingar skuli hafa hlotið fokheldisvottorð innan tveggja ára, að öðrum kosti fellur niður ákvæði um afslátt gatnagerðagjalda.“

Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillöguna og lista yfir þær lóðir sem samþykktin nær til og felur sveitarstjóra að auglýsa hana.

8. Lagt fram kjörbréf fulltrúa á XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 26. mars nk. Kjörbréfið samþykkt með sjö atkvæðum. Sveitarstjórn skipar Þorleif Karl Eggertsson og Magnús Magnússon og til vara Ingveldi Ásu Konráðsdóttur og Sigríði Ólafsdóttur. Sveitarstjóra falið að undirrita bréfið og senda til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

9. Húsnæðisáætlun Húnaþings vestra. Fyrir fundinum lá húsnæðisáætlun Húnaþings vestra. Sveitarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina með 7 atkvæðum. Sveitarstjóra falið að senda Húnsæðisáætlun Húnaþings vestra til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

10. Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar. Lögð fram tillaga að eftirfarandi bókun: „Sveitarstjórn Húnaþings vestra telur óviðunandi að vetrarþjónusta Vegagerðarinnar verði skert. Erfiðar aðstæður hafa verið í Húnaþingi vestra, sem og víðar á landinu, undanfarnar vikur og mánuði vegna óveðurs. Vegagerðin hefur sett fram tillögu um allt að 10% niðurskurðarkröfu vegna vetrarþjónustu, sem eykur mjög hættu á slysum. Nú þegar hafa íbúar Húnaþings vestra fundið fyrir skertri þjónustu, sér í lagi á fjallvegum.“ Samþykkt með 7 atkvæðum.

11. Fjarskipti. Lögð fram tillaga að eftirfarandi bókun: „Í óveðrinu 10. desember sl. rofnuðu fjarskipti á stóru svæði í Húnaþingi vestra. Ekki er tryggt í neyðaraðstæðum sem þessum að íbúar hafi jafnan aðgang að öruggu fjarskiptasambandi. Sveitarstjórn Húnaþings vestra telur brýnt öryggismál að stjórnvöld og fjarskiptafyrirtæki vinni saman að lausn þessara mála.“ Samþykkt með 7 atkvæðum.

12. Kosning fulltrúa á þing SSNV. Í samræmi við fjölgun íbúa í Húnaþingi vestra fjölgar fulltrúum Húnaþings vestra um einn sem eiga rétt á setu á þingum SSNV og verða fulltrúar því fimm. Fulltrúar á þingum SSNV verða: Þorleifur Karl Eggertsson, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Magnús Magnússon og Sigríður Ólafsdóttir. Til vara verða Ingimar Sigurðsson, Valdimar Gunnlaugsson, Sigríður Elva Ársælsdóttir, Magnús Eðvaldsson og Þórey Edda Elísdóttir.

13. Skýrsla sveitarstjóra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:32

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?