318. fundur

318. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 14. nóvember 2019 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Maríanna Eva Ragnarsdóttir, varamaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Ingibjörg Jónsdóttir sviðsstjóri, fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.

Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 6. dagskrárlið fundargerð 1. fundar Öldungaráðs Húnaþings vestra samþykkt með 7 atkvæðum.

 

  1.       Fundargerð byggðarráðs, formaður kynnti.

Fundargerð 1016. fundar byggðarráðs frá 14. október sl. formaður kynnti.

Fundargerð í 12 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1017. fundar aukins byggðarráðs frá 17. október sl. formaður kynnti Fundargerð í 1 lið. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1018. fundar byggðarráðs frá 21. október sl. formaður kynnti. Fundargerð í 11 liðum.

Dagskrárliður 8. Umsókn frá Guðmundi Hauki Sigurðssyni um lóð undir einbýlishús að Bakkatúni 4, til vara Bakkatún 3. Lóðinni Bakkatún 4 hefur þegar verið úthlutað. Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatún 3 til umsækjanda. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Dagskrárliður 9. Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. „Á síðustu misserum hefur farið fram undirbúningur innan Húnaþings vestra vegna mögulegrar yfirtöku á málaflokknum þar sem samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk rennur út um n.k. áramót. Á 1008. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 12. ágúst sl. var ákveðið að endurnýja ekki núgildandi samning. Sveitarfélög á Norðurlandi vestra hafa lýst áhuga á að áfram verði samstarf á öllu svæðinu. Í ljósi þessa felur byggðarráð sveitarstjóra að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi með ákveðnum breytingum frá núgildandi samningi.“

Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Dagskrárliður 10. Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og gerir að sinni.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra ítrekar ósk sína að land innan marka Húnaþings vestra verði ekki hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu. Á þetta bæði við um land í beinni eigu sveitarfélagsins og þjóðlendur í afréttareign innan marka Húnaþings vestra. Sveitarstjórn vill árétta að samkvæmt lögum er skipulagsvald, þ.e. vinnsla og samþykkt svæðis-, aðal- og deiliskipulags í höndum sveitarfélaga. Það er því ekki í verkahring ráðherraskipaðrar nefndar, ráðherra eða Alþingis að hafa með beinum hætti áhrif á skipulag sveitarfélaga með því að gera tillögu að legu þjóðgarðs á miðhálendinu innan marka þeirra. Áherslur er varða stjórnskipun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands fela í sér flutning á stefnumörkun, umsjón og rekstri frá sveitarfélögum til svæðisráða. Þessar hugmyndir takmarka áhrif sveitarfélaga til þess að móta sér stefnu til að mynda hvað varðar uppbyggingu innviða, atvinnumál, landnýtingu og landvernd. Sveitarstjórn gagnrýnir að fyrirliggjandi textadrög feli í sér hugmyndir um færslu á valdheimildum sveitarstjórna til svæðisráða. Þannig flyst ákvarðanataka frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum sveitarfélaga til kjörinna fulltrúa annarra sveitarfélaga, embættismanna og hagsmunahópa. Sveitarstjórn leggur áherslu á að í dag ríkir engin óvissa um stjórn svæða innan marka sveitarfélagsins. Sveitarstjórn telur að fyrirliggjandi tillaga nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands feli í sér verulega skerðingu á valdheimildum sveitarfélaga og réttindum íbúa þeirra. Í fyrirliggjandi textadrögum þar sem fjallað er um markmið með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er ekki lýst brýnni nauðsyn fyrir stofnun hans. Hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu virðast fyrst og fremst tilkomnar til þess að styrkja eignar- eða ráðstöfunarrétt ríkisins yfir landi á hálendi Íslands. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Fundargerð 1019. fundar byggðarráðs frá 28. október sl. formaður kynnti. Fundargerð í 5 liðum. Dagskrárliður 5. Fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024. Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og gerir að sinni. Sveitarstjórn Húnaþings vestra fagnar því að framkvæmdir við veg 711, Vatnsnesveg, sé að finna í fimmtán ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Tekið er tillit til áherslu sveitarstjórnar Húnaþings vestra að vegurinn sé ekki fjármagnaður úr tengivegapotti enda hefði það líklega seinkað öðrum nauðsynlegum tengivegabótum á svæðinu. Sveitarstjórn Húnaþings vestra ítrekar nauðsyn þess að framkvæmdir við skólaakstursleiðir verði settar í forgang innan samgönguáætlunar. Grunnskólabörn sem búa við veg 711 þurfa að fara í skólabíl um veginn tvisvar á dag, hvern virkan dag, níu mánuði ársins, í tíu ár. Þannig velkjast börnin á vondum vegi, á lágmarkshraða, með tilheyrandi óþægindum og nú í haust hefur daglegur ferðatími skólabíla lengst um 40 mínútur vegna óviðunandi ástands vegarins. 

Mælingar sýna að veruleg umferðaraukning hefur orðið um veg 711 og telur sveitarstjórn varhugavert að slá af öryggiskröfum á þeim köflum vegarins þar sem umferð skólabíla er enda hefur aukin umferð haft í för með sér aukna slysatíðni, s.s. útafakstur og bílveltur. Það veldur sveitarstjórn Húnaþings vestra verulegum vonbrigðum að framkvæmdir við veg 711 séu ekki fyrirhugaðar fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar á árunum 2029-2034. Sveitarstjórn telur afar brýnt að framkvæmdinni verði flýtt og sett á fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2020-2024 þannig að vinna við hönnun og framkvæmdir hefjist tafarlaust.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Dagskrárliður 6. Beiðni um afnot af íþróttamiðstöð frá Meistaraflokki kvenna í körfubolta vegna Íslandsmóts í körfubolta í 2. deild. Óskað er eftir styrk til að greiða fyrir afnot af íþróttamiðstöðinni laugardaginn 2. nóvember. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1020. fundar aukins byggðarráðs frá 4. nóvember sl. formaður kynnti.

Fundargerð í 3 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1021. fundar byggðarráðs frá 4. nóvember sl. formaður kynnti.

Fundargerð í 8 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1022. fundar aukins byggðarráðs frá 11. nóvember sl. formaður kynnti.

Fundargerð í 2 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 2.      Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 204. fundar frá 30. október sl. fundargerð í 3 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 3.      Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 207. fundar frá 30. október sl. fundargerð í 3 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 4.      Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 15. fundar frá 30. október sl. fundargerð í 6 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 5.      Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 315. fundar frá 7. nóvember sl. fundargerð í 5 liðum.

1. dagskrárliður 1808007 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

2. dagskrárliður 1902020 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

3. dagskrárliður 1911003 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

4. dagskrárliður 1911008 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

5. dagskrárliður 1911007 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

 

6.      Fundargerð öldungaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 1. fundar öldungaráðs frá 22. október sl. fundargerð í 3 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 7.      Skipun fulltrúa Húnaþings vestra í ungmennaráð til næstu tveggja ára. Sveitarstjórn leggur til að Guðrún Helga Magnúsdóttir og Viktor Ingi Jónsson verði skipaðir aðalmenn og Stella Dröfn Bjarnadóttir og Steinar Logi Eiríksson verðir skipaðir varamenn. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

 8.      Skipun varafulltrúa Húnaþings vestra í Heilbrigðiseftirlit Norðurland vestra í stað Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur. Sveitarstjórn leggur til að Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir verði skipuð varafulltrúi sveitarfélagsins. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

 9.      Lögð fram innkaupastefna og innkaupareglur fyrir  Húnaþing vestra. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gögn með 7 atkvæðum.

 10.    Fjárhagsáætlun ársins 2020 ásamt 3ja ára áætlun fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki. Fyrri umræða. 

   Lögð fram eftirfarandi tillaga „Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2021-2023 fyrir sveitarstjórn Húnaþings vestra og undirfyrirtæki til síðari umræðu í sveitarstjórn þann 28. nóvember nk. kl. 15:00.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 11.  Lántaka frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu: „Sveitarstjórn Húnaþings Vestra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 60.000.000.-, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við íþróttamannvirki, hönnun skóla og hitaveitu sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra, kt. 031066-5499, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Húnaþings Vestra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Rithandarsýnishorn umboðshafa:

___________________________

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

 12.  Lögð fram tillaga að breyttum fundartíma sveitarstjórnar í desember. Sveitarstjórn samþykkir að næsti sveitarstjórnarfundur verði haldinn 10. desember kl. 15:00.

 13.  Gjaldskrár.

Álagning útsvars, skatta og gjaldskrár ársins 2020.

Lögð fram svohljóðandi tillaga um álagningu fasteignagjalda og útsvars árið 2020.

Útsvar                                                                                    14,52 %

Fasteignaskattur A-gjald                                                       0,38 %  af fm. húss og lóðar

Fasteignaskattur B-gjald                                                       1,32 %  af fm. húss og lóðar

Fasteignaskattur C-gjald                                                       1,32 %  af fm. húss og lóðar

Lóðarleiga, almennt gjald                                                     9,15  kr. pr. m2

Lóðarleiga, ræktað land                                                        1,25  kr. pr. m2

                                                                                                  

Holræsagjald                                                                         0,21% af fm.húss og lóðar

Vatnsskattur                                                                          0,27% af fm. húss og lóðar

Aukavatnsskattur                                                                   15,00  kr. m3

 

 

Hreinsun rotþróa:

0-2000 lítra                                                                           8.300 kr. pr. þró

2001-4000 lítra                                                                      10.000 kr. pr. þró

4001-6000 lítra                                                                      11.900 kr. pr. þró

6001 lítra og stærri                                                                3.150 kr. pr. m3

 

 

Sorpgjald á íbúðarhúsnæði, regluleg sorphirða.                   kr. 38.800

Sorpeyðingargjald, sumarbústaðir og íbúðir í dreifbýli

þar sem ekki er hirt sorp.                                                       kr. 16.700

 

Lóðarleigu og fasteignaskatt skv. A-B-og C gjaldi skal innheimta frá fyrstu skráningu hjá Fasteignamati ríkisins, en holræsagjald, vatnsskatt og sorpgjöld skal innheimta frá þeim tíma að fasteign hefur verið skráð með byggingarstig 4.

 

Gjalddagi gjalda undir kr. 20.000 er 1. maí.

Gjalddagar gjalda á bilinu kr. 20.001 til 38.000 eru 1. apríl og 1. júlí.

Aðrir gjalddagar eru 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst.

 

Reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega eru vegna íbúðarhúsnæðis þeirra til eigin nota og fyrir þá sem eiga lögheimili í Húnaþingi vestra. Afslátturinn er tekjutengdur og miðaður við árstekjur skv. nýjasta skattframtali, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur og tekur einungis til fasteignaskatts.

 

Tekjuviðmiðun:

Fyrir einstaklinga:

a)      Með heildartekjur allt að kr. 3.600.000 fær 100% afslátt.

b)      Með tekjur umfram kr. 4.800.000 enginn afsláttur.

Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:

a)      Með heildartekjur allt að kr. 4.800.000 fær 100% afslátt.

b)      Með heildartekjur umfram kr. 6.500.000 enginn afsláttur.

Ef tekjur eru skv. framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

 

1. Elli- og/eða 75% örorkulífeyrisþegi hefur heimild til að leggja fram tekjuvottorð vegna tekna næstliðins árs, og breytast þá tekjuforsendur skv. ofangreindu tekjuviðmiði.

 

2. Skilyrði fyrir niðurfellingu er að viðkomandi búi sjálfur í húsnæðinu og hafi ekki af því leigutekjur.

 

3. Ef um hjón eða sambýlisfólk er að ræða, ræður aldur þess sem fyrr verður 67 ára án tillits til þess hvort þeirra er skráð fyrir eigninni.

 

4. Við andlát maka styrki sveitarsjóður eftirlifandi um sömu upphæð og nemur álögðum fasteignaskatti ársins.

 

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá leikskóla í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöð Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hirðu móttöku- og flokkunarstöð Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá annarra þjónustustofnana aðalsjóðs og þjónustumiðstöðvar.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá vatnsveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu  Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fráveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Lögð fram tillaga um að upphæð frístundakorts fyrir börn á aldrinum 6-18 ára verði óbreytt frá fyrra ári kr. 19.000 á árinu 2020.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 14.  Skýrsla sveitarstjóra.

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

 15.  Húsnæðisáætlun Húnaþings vestra. Guðný Sverrisdóttir hjá Ráðrík kom á fundinn og kynnti drög að Húsnæðisáætlun fyrir Húnaþing vestra.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:02

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?