317. fundur

317. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 10. október 2019 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Ingimar Sigurðsson, varamaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 6. lið minnisblað starfshóps vegna 50 ára afmælis Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Liður 6 færist þá niður og verður að lið 7. Samþykkt með 7 atkvæðum.

1. Fundargerð byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 1012. fundar byggðarráðs frá 16. september sl. Formaður kynnti. Fundargerð í 9 liðum. Dagskrárliður 1. Lagt fram erindi frá Farskólanum þar sem farið er yfir starfsemi skólans og áherslur hans á komandi starfsári. Í bréfinu er einnig sótt um áframhaldandi vildargjald að upphæð 230.000 kr. fyrir árið 2020. Byggðarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. Dagskrárliður borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3. Erindi frá Sýslumanni, beiðni um afskrift vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda, óinnheimtanlegar kröfur, að upphæð kr. 190.456. auk vaxta. Byggðarráð fellst á að veita umbeðna afskrift. Dagskrárliður borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1013. fundar aukins byggðarráðs frá 23. september sl. Formaður kynnti Fundargerð í 2 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1014. fundar byggðarráðs frá 23. september sl. Formaður kynnti. Fundargerð í 5 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1015. fundar aukins byggðarráðs frá 30. september sl. Formaður kynnti. Fundargerð í 3 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 203. fundar frá 2. október sl. Fundargerð í 7 liðum.
Dagskrárliður 3. Sveitarstjórn þakkar fræðsluráði fyrir hvatninguna og áformar að hefja innleiðingu á heilsueflandi samfélagi á komandi misserum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 206. fundar frá 25. september sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


4. Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 170. fundar frá 9. okt. sl. Fundargerð í 8 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 314. fundar frá 3. október sl. Fundargerð í 4 liðum.
1. dagskrárliður 1909059 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
2. dagskrárliður 1909038 borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum. Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.
3. dagskrárliður 1908035 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður 1910007 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6. Minnisblað starfshóps vegna 50 ára afmælis Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
Sveitarstjórn þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf og felur honum að halda áfram vinnu við undirbúninginn samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði.
7. Björn Bjarnason rekstrarstjóri kemur til fundar og fer yfir feril viðbyggingar við grunnskólann.
8. Skýrsla sveitarstjóra.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:52

Var efnið á síðunni hjálplegt?