314. fundur

314. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn þriðjudaginn 11. júní 2019 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, varaoddviti, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Þórey Edda Elísdóttir, varamaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

 

Oddviti setti fund. 

1.  Kosning í byggðarráð Húnaþings vestra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

Byggðaráð til eins árs, aðalmenn:
Friðrik Már Sigurðsson (B), formaður
Sveinbjörg Rut Pétursson (B), varaformaður
Magnús Magnússon (N) 

Byggðaráð til eins árs, varamenn:
Ingveldur Ása Konráðsdóttir (B)
Þorleifur Karl Eggertsson (B)
Sigríður Ólafsdóttir (N)

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

2. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.

Fundargerð 1002. fundar byggðarráðs frá 31. maí sl. Fundargerð í 10 liðum.
Dagskrárliður 2 1905085 Erindi frá ungmennaráði um heimild til að nýta kr. 70.000 af   því fjármagni sem ráðið hefur til ráðstöfunar til stuðnings viðburði á Eldi í Húnaþingi sem er sérstaklega ætlaður ungu fólki.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.    
Dagskrárliður 8 um ráðningu skólastjóra tólistarskóla.   Tillaga byggðarráðs um að ráða Louise Price í stöðu skólastjóra borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 9 1904042 um tilboð í skólaakstur 2019/2020 – 2022/2023 þar sem afgreiðsla byggðarráðs um að taka lægstu tilboðum í leiðir 1, 2, 3, 6, 7 og 8 er borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1003. fundar byggðarráðs frá 5. júní sl.  Fundargerð í 6 liðum.
Dagskrárliður 1 1906008 um úthlutun úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra  tekin fyrir sem sér dagskrárliður undir 12. lið fundarins.
Dagskrárliður 3 1904042 um tilboð í skólaakstur, leið 4 og 5.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 1906007 um erindi frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs um tilraunaverkefni á fjölskyldusviði vegna skólaforðunar þar sem óskað er eftir tímabundnu 100% stöðugildi til eins árs, frá 15. ágúst nk.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 6 1905084 um erindi frá ungmennaráði um heimild til að nýta kr. 50.000 af því fjármagni sem ráðið hefur til ráðstöfunar til stuðnings vorferðar nemenda í dreifnámi FNV á Hvammstanga eftir próflok.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

3.   Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 203. fundar
frá 28. maí sl.   Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.   Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 200. fundar frá 29. maí sl.   Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

5.   Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 309. fundar
frá 6. júní sl. Fundargerð í 5 liðum.
Dagskrárliður 1, erindi nr. 1905012 borin undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2, erindi nr. 1905013 borin undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3, erindi nr. 1705034 borin undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4, erindi nr. 1906014 borin undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5, erindi nr. 1906013 borin undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.   Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 10. fundar frá 28. maí sl.  Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 4a um lágmarksgjald vegna inntaks hitaveitu í dreifbýli.  Afgreiðsla veituráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4b um hitamælingu í holu RS-15 á Reykjum í Hrútafirði.  Afgreiðsla veituráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.   Fundargerð ungmennaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 55. fundar frá 16. maí sl.  Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.   Erindisbréf.
Lögð framendurskoðuð erindisbréf eftirtalinna ráða:
Borið undir atkvæði erindisbréf byggðarráðs, samþykkt með 7 atkvæðum.
Borið undir atkvæði erindisbréf veituráðs, samþykkt með 7 atkvæðum.
Borið undir atkvæði erindisbréf félagsmálaráðs, samþykkt með 7 atkvæðum.
Borið undir atkvæði erindisbréf fræðsluráðs, samþykkt með 7 atkvæðum.
Borið undir atkvæði erindisbréf landbúnaðarráðs, samþykkt með 7 atkvæðum.
Borið undir atkvæði erindisbréf skipulags- og umhverfisráðs, samþykkt með 7 atkvæðum.
Borið undir atkvæði erindisbréf ungmennaráðs, samþykkt með 7 atkvæðum.

9.   Viðauki 2.
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 að upphæð kr. 3.500.000 vegna tilraunaverkefnis á fjölskyldusviði vegna skólaforðunar. Kostnaði verður mætt með lækkun á handbæru fé.  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.    Úthlutun úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði.
Fjórar umsóknir bárust.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að úthlutun:
„Kristólína, verkefni: Vöruþróun og markaðssetning á afþreyingavörumerkinu Ráðgátur kr. 600.000.
Seal Travel, verkefni: Markaðssókn Seal Travel kr. 300.000.
Hestatannlæknirinn ehf, verkefni: Hestatannlæknirinn – Breytingar á atvinnuhúsnæði kr. 600.000.” 

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.

11.    Ráðning sveitarstjóra.
Sveitarstjórn hefur ákveðið að ráða í starf sveitarstjóra án auglýsingar, í stað Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur sem sagt hefur starfi sínu lausu.  Fyrir fundinum liggur tillaga um að ráða Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur í starf sveitarstjóra Húnaþings vestra frá 15. ágúst n.k. Tillagan var samþykkt samhljóða og var oddvita falið að undirrita fyrirliggjandi ráðningarsamning við Ragnheiði Jónu.

12.    Sumarfrí sveitarstjórnar.   Lögð fram eftirfarandi tillaga “ Sveitarstjórn samþykkir sumarfrí sveitarstjórnar  í júlí og ágúst.  Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður 12. september nk.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.    Skýrsla sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta    reglulega fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl: 15:44.

Var efnið á síðunni hjálplegt?