313. fundur

313. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 23. maí 2019 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, varaoddviti, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, í símasambandi.
Guðrún Ragnarsdóttir

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir.

Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 3. lið fundartíma næsta fundar sveitarstjórnar.  Samþykkt með 7 atkvæðum.   

 

  1.     Ársreikningur Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2018, síðari umræða.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu „ Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagðan ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2018.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
    

Helstu niðurstöður ársreiknings Húnaþings vestra 2018 eru:
· Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B hluta er jákvæð um kr. 85,1 milljónir, samanborið
við kr. 227,8 milljónir árið 2017.
· Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 78,4 milljónir, samanborið við kr. 217
milljónir árið 2017.
· Breyting á lífeyrisskuldbindingum A og B hluta var kr. 49,8 milljónir, samanborið við kr.
3,9 milljónir árið 2017.
· Handbært fé frá rekstri A og B hluta samstæðu er kr. 105,8 milljónir, samanborið við kr.
241,8 milljónir árið 2017.
· Lántökur A og B hluta samstæðu voru 50 milljónir, samanborið við 50 milljónir árið
2017.
· Afborganir langtímalána A og B hluta samstæðu eru kr. 51,3 milljónir, samanborið við kr.
50,7 milljónir árið 2017.
· Skuldahlutfall A og B hluta er   55,2% samanborið við 52,6% árið 2017, 56,2% árið 2016. og 62,8% 2015. Miðað er við að þetta hlutfall sé ekki hærra en 150%.  
· Langtímaskuldir A og B hluta eru kr. 459,6 milljónir, samanborið við kr. 439,3 milljónir
árið 2017, þar af kr. 335,6 milljónir vegna félagslegra íbúða eða 76,4%.
· Veltufé frá rekstri er kr. 202,2 milljónir eða 13,2% miðað við kr. 287,6 milljónir árið 2017
eða 19,6%.
· Fjárfestingar á árinu 2018 voru kr. 135,5 milljónir, samanborið við kr. 108,9 milljónir árið
2017. Stærstar eru þar viðbygging íþróttahúss, endurnýjun bifreiða, nýbygging gatna, áframhaldandi hitaveituframkvæmdir, og vinna við skóla- og frístundasvæði.
Það er ljóst að staða sveitarfélagsins er góð og rekstur í jafnvægi. Skuldahlutfall er með því lægsta sem verið hefur undanfarin ár og staðan því góð til áframhaldandi framkvæmda á næstu árum s.s. til stækkunar grunnskólans og endurnýjunar hitaveitulagna.

Þessi góða staða er ekki sjálfgefin og vill sveitarstjórn þakka stjórnendum og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir aðhald og skynsemi í rekstri á árinu 2018.

 

2.   Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.

Fundargerð 1001. fundar byggðarráðs frá 21. maí sl. Fundargerð í 8 liðum.

Dagskrárliður 4, 1905070 Áskorun sýslumanna til stjórnvalda um eflingu sýslumannsembættanna sem miðstöðvar stjórnsýslu ríkisins í héraði. Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 5 1905014 Umsókn frá Margréti Hrönn Björnsdóttur og Hallgrími Sveini Sævarssyni um byggingarlóð undir einbýlishús að Lindarvegi 6 á Hvammstanga. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.  
Dagskrárliður 7 1905073  Umsókn frá  Rúnari Kristjánssyni og Halldóri P. Sigurðssyni um byggingarlóð undir einbýlishús að Bakkatúni 6 á Hvammstanga.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.    

Dagskrárliður 8  Fjallað umdrög að kaupsamningi milli Leigufélagsins Bústaðar hses. og Hoffells ehf. og fjármögnun á framkvæmdatíma.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

3.   Oddviti lagði fram tillögu um að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn þriðjudaginn 11. júní n.k. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

   

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl:5:25

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?