308. fundur

308. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 10. janúar 2019 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Sveinbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður Magnús Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.

Oddviti setti fund.

 

  1.       Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
    Fundargerð 988. fundar byggðarráðs frá 7. janúar sl. Fundargerð í 6 liðum.

6. dagskrárliður 1901005  Afskriftarbeiðni frá Sýslumanni vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda sem eru fyrndar sbr. fylgigögn, alls kr. 1.939.854.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.    Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 198. fundar frá 19. desember sl. Fundargerð í 3 liðum.

Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.    Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 195. fundar frá 12. desember sl.  Fundargerð í 1 lið.

Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.    Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 305. fundar frá 8. janúar sl.  Fundargerð í 1 lið.

Erindi nr. 1806003. Tekið er fyrir deiliskipulag í landi Flatnefsstaða á Vatnsnesi. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 30. október 2018 með athugasemdafresti til 11. desember 2018. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu og Sjónaukanum. Skipulagsgögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Húnaþings vestra og á heimasíðu sveitarfélagsins. Fimm umsagnir bárust, frá Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Minjastofnun Íslands, Ferðamálastofu og Umhverfisstofnun. Engar almennar athugasemdir bárust. Útdráttur umsagna og svara er að finna í fundargerð skipulags-og umhverfisráðs frá 8. janúar síðastliðnum. Gerðar hafa verið lítilsháttar breytingar á gögnum eftir auglýsingu.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna þannig breytta og  felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

5.    Skýrsla sveitarstjóra.

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta      reglulega fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:17

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?