306. fundur

306. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 13. desember 2018 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Magnús Magnússon, aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Sveinbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Magnús Eðvaldsson, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að fá að taka á dagskrá viðauka 7 undir dagskrárlið 10. Liður 10 færist þá niður og verður að lið 11. Samþykkt með 7 atkvæðum. 

1.      Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 986. fundar byggðarráðs frá 10. desember sl. Fundargerð í 9 liðum.

5. dagskrárliður.  Lagt fram erindi frá skólastjóra um beiðni foreldra barna frá Þorgrímsstöðum og Saurbæ um heimakennslu gegn greiðslu vegna ástands Vatnsnesvegar. Fram kemur í bréfinu að foreldrar hafa miklar áhyggjur af líðan og ferðatíma barna sinna vegna ástands vegar 711 um Vatnsnes.  Ferðatími skólabíls hefur lengst um a.m.k. 20 mínútur á dag vegna ástands vegarins og er orðinn 136 mínútur á dag.  Þá kemur fram að þrátt fyrir að skólabíllinn sé vel útbúin bifreið og uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru til skólabifreiða kvarta nemendur undan ógleði og hávaða þegar ekið er í holu eftir holu. Hávaðinn sem myndast í bílnum við þennan akstur hefur mælst allt að 109 Db og á löngum kafla reyndist meðaltal hljóðstyrks 98 Db. Hættumörk vegna hávaða er 95 Db

Byggðarráð deilir áhyggjum foreldra af líðan og velferð barnanna sem og lengingu ferðatíma skólabíls.  Byggðarráð telur sig ekki geta samþykkt erindið um greiðslu til foreldra vegna heimakennslu með vísan í reglugerð 531/2009 um heimakennslu á grunnskólastigi.  

Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun: „Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu byggðarráðs en gerir ekki athugasemd við útfærslu skólastjóra á heimadögum fyrir eldri nemendur meðan ástand Vatnsnesvegar er óviðunandi. 

Þá fagnar sveitarstjórn framkomnum hugmyndum ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála um breytingar á samgönguáætlun og þeirri viðhorfsbreytingu sem orðið hefur á Alþingi Íslendinga varðandi veggjöld til þess að hraða framkvæmdum í vegamálum m.a. á Vatnsnesi.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8. dagskrárliður bréf Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019 til Húnaþings vestra, ásamt reglum um úthlutun kvótans.  Ofangreint bréf er dagsett 23. nóvember sl. Samkvæmt bréfinu er Húnaþingi vestra úthlutað 133 þorskígildistonnum en gerð var leiðrétting á þeirri úthlutun með bréfi dagsett 11. desember sl. þar sem úthlutunin hefur verið lækkuð í 70 tonn.  Lagt fram til kynningar.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.    Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 197. fundar frá 28. nóvember sl. Fundargerð í 4 liðum.

Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

3.    Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 194. fundar frá 28. nóvember sl.  Fundargerð í 2 liðum.

Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

4.    Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 304. fundar frá 6. desember sl.  Fundargerð í 8 liðum.

1. dagskrárliður 1811001 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
2. dagskrárliður 1802066 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
3. dagskrárliður 1811023 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður 1810019 borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.
Sveinbjörg Pétursdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
5. dagskrárliður 1808026 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6. dagskrárliður 1612012 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
7. dagskrárliður 1611041 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
8. dagskrárliður 1710006 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum. 

5.    Fundargerð ungmennaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 52. fundar frá 15. nóvember sl.  Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

6.    Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 164. fundar frá 5. desember sl. Fundargerð í 2 liðum.
2. dagskrárliður Innflutningur ferskra matvæla.  Lögð fram tillaga að eftirfarandi bókun  „Sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum af innflutningi á ferskum dýraafurðum og skorar á stjórnvöld að styðja við hagsmuni neytenda með því að hafna innflutningi fyrrgreindra afurða. Hér á landi eru vandamál sem fylgja fjölónæmum bakteríum hverfandi vegna lítillar notkunar lyfja og eiturefna í landbúnaði og því er afar mikilvægt að vörur sem hér eru framleiddar njóti sannmælis vegna hreinleika síns.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.    Fundargerð veituráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 4. fundar frá 27. nóvember sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 5. fundar frá 11. desember sl. Fundargerð í 3 liðum.
1. dagskrárliður. Uppgjör á heimæðargjöldum hitaveitu 2015-2017.  Veituráð hefur farið yfir og samþykkt drög að uppgjöri tengigjalda og styrkja frá Orkustofnun vegna framkvæmda í Hrútafirði, Miðfirði og Víðidal árin 2015-2017, og að gert verði upp við þá notendur sem farnir eru að nota hitaveituna fyrir n.k. áramót.
Lögð fram eftirfarandi tillaga: „Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi uppgjör og þær forsendur sem uppgjörið byggir á.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

8.      Lagt fram umboð til launanefnda sveitarfélaga vegna kjarasamningagerðar.  Lögð fram eftirfarandi tillaga: Sveitarstjórnsamþykkir að fela Launanefnd sveitarfélaga umboð til þess að gera kjarasamning vegna eftirtalinna kjarasamninga:

Stéttarfélagið Samstaða
Félag grunnskólakennara
Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
Skólastjórafélag Íslands
Fræðagarður
Félagsráðgjafafélag Íslands
Kjölur stéttarfélag í almannaþjónustu
Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
Þroskaþjálfafélag Íslands
Félag leikskólakennara
Félag stjórnenda leikskóla
Verkfræðingafélag Íslands
Stéttarfélag byggingafræðinga
Samiðn 
Tæknifræðingafélag Íslands

Sveitarstjóra falið að undirrita umboðið fyrir hönd Húnaþing vestra. 

9.      Lagt fram erindi frá velferðarráðuneytinu um móttöku flóttamanna. Í erindinu er farið á leit við Húnaþing vestra um að taka á móti sýrlensku flóttafólki, um 25 einstaklingum á árinu 2019.  Í móttöku felst meðal annars aðstoð við að finna húsnæði til leigu og veita því nauðsynlega þjónustu og aðstoð í eitt ár frá komu þess til landsins.  Gerður yrði samningur milli Húnaþings vestra og velferðaráðuneytisins/félagsmálaráðuneytisins þar að lútandi um fjárframlög til verkefnisins. 

Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun: „Sveitarstjórn fagnar framkomnu erindi og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem því fylgir.  Samfélagið í Húnaþingi vestra er umburðarlynt, skilningsríkt og styðjandi.  Til staðar er fagþekking og stofnanir sveitarfélagsins eru öflugar.  Því er sveitarstjórn sannfærð um að vel verði staðið að móttöku, utanumhaldi og stuðningi við flóttafólk.   Sveitarstjóra falið að undirrita fyrirliggjandi samning við velferðarráðuneytið.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

 10.    Lagður fram viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2018.   Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og   stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð 4.000.000 kr. vegna varaafls fyrir dælustöðvar.  Kostnaði verður mætt með lækkun á handbæru fé.  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

11.    Skýrsla sveitarstjóra

 Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:02

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?