303. fundur

303. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 18. október 2018 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Magnús Magnússon, aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Oddviti setti fund.

  1.       Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.

Fundargerð 976. fundar byggðarráðs frá 17. september sl.  Fundargerð í 3 liðum. 

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 977. fundar byggðarráðs frá 24. september sl.  Fundargerð í 5 liðum.

2. dagskráliður.  Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2018.  Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 að upphæð kr. 21.000.000 vegna viðbyggingar íþróttamiðstöðvar.  Kostnaði verður mætt með lækkun á handfæru fé.  Um er að ræða fjármagn sem úthlutað var á fjárhagsáætlun 2017 en ekki náðist að nýta til fulls á því ári.  Þar sem fjármagn flyst ekki milli ára á fjárhagsáætlun er beðið um að fá að nýta fjármagnið á árinu 2018.  Raunviðbót er því 3.000.000 kr. Afgreiðsla byggðarráðs borinn undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. dagskráliður.  Lokun útibús Vís á Hvammstanga.  Lögð fram eftirfarandi bókun: „Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir bókun byggðarráðs og gerir að sinni:  Sveitarstjórn Húnaþings vestra mótmælir harðlega lokun útibús VÍS í Húnaþingi vestra sem boðuð hefur verið. Aðgerðir sem þessar bitna verulega á íbúum landsbyggðarinnar sem þurfa sífellt að sækja þjónustu um lengri veg.  Með lokun útibúsins er engin þjónusta frá Vís aðgengileg á atvinnusvæði íbúa Húnaþings vestra.
Ljósleiðaravæðingu landsins er meðal annars ætlað að gera fólki kleift að stunda vinnu sína hvar á landi sem er. Þrátt fyrir þessa mikilvægu tæknibyltingu virðist gæta þess misskilnings hjá stjórnendum stórfyrirtækja að hennar helsta hlutverk sé að safna sem flestu starfsfólki undir sama þak og þá helst á dýrasta stað í höfuðborg landsins, frekar en að gera fólki allstaðar að af landinu kleift að sinna viðkomandi störfum. Erfitt er að sjá að þessi þróun sé viðskiptavinum í vil, enda hefur hvergi komið fram að þessi þróun verði til að lækka iðgjöld þeirra. Sveitarstjórn hvetur stjórn VÍS til að endurskoða þessa ákvörðun með það að markmiði að viðhalda góðri þjónustu við landsbyggðirnar.

Sveitarstjóra falið að segja upp samningum við VÍS fyrir 1. júlí 2019 og leita tilboða í tryggingar hjá þeim tryggingarfélögum sem treysta sér til að þjónusta samfélagið með viðunandi hætti.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 978. fundar byggðarráðs frá 1. október sl.  Fundargerð í 3 liðum.

3. dagskrárliður 1809074.  Lóðarumsókn Lindarvegi 14 frá Söru Ólafsdóttur.  Afgreiðsla byggðarráðs borinn undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 979. fundar byggðarráðs frá 8. október sl.  Fundargerð í 3 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 980. fundar byggðarráðs frá 8. október sl.  Fundargerð í 5 liðum.

3. dagskrárliður 181006.  Erindi frá KPMG vegna skiptaloka Róta bs. og afskráningar á félaginu.  Afgreiðsla byggðarráðs borinn undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

Fundargerð 981. fundar byggðarráðs frá 10. október sl.  Fundargerð í 1 lið.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

 2.      Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 302. fundar frá 11. október sl.  Fundargerð í 7 liðum.

1. dagskrárliður 1806003 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

2. dagskrárliður 1809056 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

4. dagskrárliður 1810013 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

5. dagskrárliður 1708022 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

6. dagskrárliður 1806026 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

7. dagskrárliður 1810019 borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

3.      Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 195. fundar frá 26. september sl.  Fundargerð í 3 liðum.

Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 4.      Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 191. fundar frá 12. september sl.  Fundargerð í 1 lið.

Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 192. fundar frá 26. september sl.  Fundargerð í 4 liðum.

Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

5.      Fundargerð ungmennaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 51. fundar frá 11. október sl.  Fundargerð í 3 liðum. 

Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

6.      Breytingar á skipuriti Húnaþings vestra.

    Á 979. fundi byggðarráðs þann 8. október 2018 kynnti Róbert Ragnarsson hjá RR ráðgjöf tillögur sínar að breytingum á skipuriti Húnaþings vestra í kjölfar aukinna umsvifa sveitarfélagsins vegna veitna og annarra framkvæmda.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:  „Nú er orðið ljóst að umsvif hitaveitu hafa aukist mikið með stækkun hennar sem ekki sér fyrir endann á.  Umsýsla og viðhald í tengslum við veitur hafa margfaldast og nauðsynlegt er því að gera þeim hærra undir höfði í skipuritinu og skilgreina skýrt ábyrgðaraðila fyrir rekstri hennar.

Í ljósi þessa er lögð fram tillaga að breytingu á skipuriti þar sem stofnað verði þriggja manna veituráð, starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs er lagt niður og sérstakt starf veitustjóra stofnað.  Gert er ráð fyrir að 2-3 starfsmenn þjónustumiðstöðvar sjái um tilfallandi viðhald veitna undir stjórn veitustjóra. Önnur störf innan sviðsins eru óbreytt en sviðið fær nýtt nafn, umhverfissvið.  Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir ráðningu nýs veitustjóra og veituráði. Aðrar breytingar hafa ekki áhrif á fjárhagsáætlun.  Sviðin verða því áfram þrjú, fjármála- og stjórnsýslusvið, fjölskyldusvið og umhverfissvið.

Mikilvægt er að skipurit Húnaþings vestra taki mið af því umfangi sem er á starfsemi sveitarfélagsins hverju sinni og taki breytingum í samræmi við það.  Sveitarstjóra falið að yfirfara erindisbréf með tilliti til þessa og leggja fyrir byggðarráð.

Skipuritið borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

Lögð fram sameiginleg tillaga um skipan í veituráð:

Aðalmenn: Elín R. Líndal formaður, Gunnar Þorgeirsson varaformaður og Gunnar Örn Jakobsson. 

Varamenn: Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Stella Indriðadóttir og Þórey Edda Elísdóttir.

Á sama tíma fellur úr gildi umboð vinnuhóps hitaveitu sem stofnaður var á 845. fundi byggðarráðs 29. september 2014.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

 

Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir veituráð Húnaþings vestra. 

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

 

7.      Siðareglur sveitarstjórnar

Lögð fram eftirfarandi tillaga: „Sveitarstjórn hefur kynnt sér og yfirfarið núgildandi siðarreglur sem samþykktar voru þann 9. apríl 2015.  Ekki er talin ástæða til breytinga á gildandi siðareglum sveitarfélagsins.  Sveitarstjóra falið að tilkynna ráðuneyti um þá ákvörðun“.  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 8.      Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.15:58

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?