302. fundur

302. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 13. september 2018 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Magnús Magnússon, aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Magnús Vignir Eðvaldsson.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að fá að taka á dagskrá undir 1. dagskrárlið fundargerð 974. fundar byggðarráðs, dagskrálið 4, sem vísað var til sveitarstjórnar. Samþykkt með 7 atkvæðum.

Gengið var til dagskrár.

1.      Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.

Fundargerð 974. fundar byggðarráðs frá 3. sept sl.  4. dagskrárliður.

1808029  Lagt fram erindi frá blakdeild Ungmennafélagsins Kormáksþar sem óskað er eftir styrk sem nemur afnot af íþróttahúsinu á Hvammstanga vegna Íslandsmóts 4. deildar í blaki helgina 13. – 14. október nk.  Kostnaður er kr. 150.000,-  Lögð fram eftirfarandi tillaga: „Sveitarstjórn samykkir að styrkja blakdeildina um sem nemur afnot af íþróttahúsinu umrædda helgi um kr. 150.000,-„  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.  Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir véku af fundi undir þessum lið.

Fundargerð 975. fundar byggðarráðs frá 10. sept sl.  Fundargerð í 2 liðum.

2. dagskrárliður 1809010.  Lóðarumsókn Höfðabraut 28 frá Uppbyggingu ehf.  Afgreiðsla byggðarráðs borinn undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

2.      Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 301. fundar frá 11. sept sl.  Fundargerð í 4 liðum.

2. dagskrárliður 1809007 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

3. dagskrárliður 1809002 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

3.      Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 194. fundar frá 29. ágúst sl.  Fundargerð í 3 liðum.

Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

4.      Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 190. fundar frá 29. ágúst sl.  Fundargerð í 4 liðum.

Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

5.      Skipun í starfshóp um samgöngumál.

Lögð fram eftirfarandi tillaga frá Magnúsi Magnússyni oddvita N-listans „Undirritaður leggur fram tillögu f.h. N-listans þess efnis að sveitarstjórn Húnaþings vestra skipi starfshóp um samgöngumál sem yrði sveitarstjórn innan handar varðandi tillögugerð og forgangsröðun í vegamálum.  Starfshópurinn skal kortleggja nauðsynlegar samgöngubætur í héraðinu og leita mögulegra leiða í samráði við Vegagerð ríkisins og stjórnvöld til þess að hraða framkvæmdum s.s. kostur er.  Í starfshópinn skal skipa einn fulltrúa frá N-lista, einn fulltrúa frá B-lista auk sveitarstjóra. Starfshópurinn mun starfa samkvæmt erindisbréfi. Skal nefndin ljúka störfum fyrir 30. apríl 2019.  Sveitarstjóra falið að boða til fyrsta fundar.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

6.      Úthlutun úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra.
Fimm umsóknir bárust.
Samþykkt að styrkja eftirfarandi verkefni:
Olga Lind Geirsdóttir, verkefni: Spunaverksmiðja,  kr. 400.000,-
Þorvaldur Björnsson,  verkefni: Skrúðvangur: kr. 1.000.000,- 
Oddur Sigurðarson, verkefni: League Manager – Mótastýring 21. aldar: kr. 600.000,-

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.  Sveinbjörg Rut Pétursdóttir vék af fundi undir þessum lið.

7.      Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.15:37

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?