299. Fundur

299. Fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn þriðjudaginn 15. maí 2018 kl. 16:00 Ráðhúsi .

Fundarmenn

Elín Jóna Rósinberg, varaoddviti, Magnús Eðvaldsson varamaður, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, aðalmaður, Valdimar Gunnlaugsson aðalmaður.  Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti, Ingimar Sigurðsson aðalmaður og Elín Líndal, aðalmaður voru í síma.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.
  1. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018.
    Fram lögð kjörskrá v/ sveitarstjórnarkosninga í Húnaþingi vestra þann 26. maí 2018. Á  kjörskrá eru alls 891 einstaklingur. Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu: „Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir kjörskrána og felur sveitarstjóra áritun hennar og framlagningu. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra jafnframt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí nk. í samræmi við 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.16:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?