296. fundur

296. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 8. mars 2018 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti, Elín Jóna Rósinberg, varaoddviti, Elín R. Líndal aðalmaður, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, aðalmaður, Valdimar Gunnlaugsson aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson aðalmaður og Sigríður Ársælsdóttir varamaður.

Starfsmenn

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.

Oddviti setti fund og óskaði eftir að fá að taka á dagskrá undir 2. dagskrárlið fundargerðar 291. fundar skipulags-og umhverfisráðs, dagskrálið 7, sem frestað var á 293. fundi sveitarstjórnar. Samþykkt með 7 atkvæðum.

1.        Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.

Fundargerð 962. fundar byggðarráðs, frá 6. mars sl. Fundargerð í 8 liðum.

6. dagskrárliður prókúra Jarðasjóðs Vestur-Húnvatnssýslu. Sveitarstjórn samþykkir prókúru Þorsteins Sigurjónssonar fyrir Jarðasjóðinn.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  2.        Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 293. fundar frá 1. mars sl. Fundargerð í 16 liðum.
2. dagskrárliður 1802081 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
3. dagskrárliður 1802019 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður 1802043. Sveitastjórn lýsir ánægju sinni með vel unnið verk.  Eftirfarandi bókun lögð fram: Húnaþing vestra leggur til að sá hluti Borðeyrar við Hrútafjörð sem stendur á svokölluðum Borðeyrartanga og lengi gekk undir viðurnefninu „Plássið“ verði gerður að verndarsvæði í byggð samkvæmt lögum um verndarsvæði nr. 87/2015 og reglugerð nr. 575-2016.  Í lögunum er verndarsvæði í byggð skilgreint sem „afmörkuð byggð með varðveislugildi sem nýtur verndar samkvæmt ákvörðun ráðherra á grundvelli laga þessara“.  Með þessu vill Húnaþing vestra staðfesta menningarsögulegt gildi verslunarstaðarins á Borðeyri. Markmið þess að gera hluta Borðeyrar að sérstöku verndarsvæði er að viðhalda og styrkja byggð á Borðeyri með þeim hætti að söguleg arfleifð kaupstaðarins fái notið sín og gildi hennar undirstrikað gagnvart heimamönnum jafnt sem aðkomufólki en þó ekki síst gagnvart komandi kynslóðum. Byggingafulltrúa falið að auglýsa tillögu um verndarsvæði í byggð í samræmi við 2. grein reglugerðar um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016. Borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. dagskrárliður 1802030. Eftirfarandi bókun lögð fram. Um leið og sveitarstjórn fagnar löngu tímabærum viðhaldsframkvæmdum á brúnni yfir Miðfjarðará ítrekar hún ábendingar sínar til Vegagerðarinnar um slysagildru við beygju inn Miðfjarðarveg (704) austan megin við brúna. Útskot til að aka framhjá bifreiðum sem  stöðva á þjóðveginum til að beygja í átt að Laugarbakka er alltof stutt og mjótt til að það þjóni tilgangi sínum og hefur oft legið við stórslysi sökum þess. Sveitarstjórn fer þess á leit við Vegagerðina að samhliða viðhaldi á brúnni verði útskotið lengt og breikkað og beygjuafrein mörkuð í veginn til að ekki komi til alvarlegs slyss á þessum stað. Einnig er ástæða til að ítreka beiðni um lýsingu við gatnamótin vegna stóraukinnar umferðar. Borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6. dagskrárliður 1802001 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
10. dagskrárliður 1802074 borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum. Unnur Valborg vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

11. dagskrárliður 1802076 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

12. dagskrárliður 1802082 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

13. dagskrárliður 1712010. Aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026 – Breyting á aðalskipulagi vegna breyttrar legu á Vatnsnesvegi nr. 711 ásamt nýjum efnistökusvæðum. Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 vegna breyttrar legu á Vatnsnesvegi nr. 711 ásamt nýjum efnistökusvæðum. Breytingin fjallar um breytta veglínu á um 700 metra kafla við bæinn Tjörn á Vatnsnesi, en í heildina er vegaframkvæmdin 1,8 km og að hluta til í sama vegstæði. Framkvæmdin felur í sér nýtt brúarstæði yfir Tjarnará, ásamt nýjum efnistökusvæðum. Breytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 þar sem um er að ræða efnistökusvæði sem nær yfir stærra svæði en 25.000 m2 og fellur því undir flokk B skv. lið 2.03. Aðalskipulagslýsing – matslýsing var áður auglýst frá 2. - 25. janúar 2018 og bárust umsagnir frá Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirliti NV, Ferðamálastofu og Vegagerðinni. Tekið var tillit til ábendinga sem komu fram.  Aðalskipulagsbreytingin var til kynningar í Ráðhúsi Húnaþings vestra frá 2.– 16. febrúar 2018, engar athugasemdir bárust.  Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og sendir Skipulagsstofnun hana til athugunar  skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en hún verður auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14. dagskrárliður 1802083 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

15. dagskrárliður 1802084 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

16. dagskrárliður 1712011. Aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026 - Óveruleg breyting á aðalskipulagi vegna fjarskiptamasturs og tækjahúss Neyðarlínunnar á Holtavörðuheiði.  Sveitarstjórn samþykkir endurbættan uppdrátt vegna nýrra gagna frá Neyðarlínunni og umsagna frá Samgöngustofu og Vegagerðinni. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytinguna í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda Skipulagsstofnun aðalskipulagsbreytinguna til staðfestingar. Borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 291. fundar, dagskráliður 7, sem frestað var á 293. fundi sveitarstjórnar.  Erindi frá Veiðifélagi Arnarvatnsheiðar og Tvídægru þar sem óskað er eftir leyfi til að reisa skála við Arnarvatn í umboði sveitarstjórnar. Í skálanum yrði aðstaða fyrir starfsmenn í öðrum endanum og svo yrði salur ásamt eldunaraðstöðu, salernisaðstöðu og sturtum, einnig gæti verið að möguleiki yrði á gistingu á svefnlofti ofan við aðstöðu starfsmanna.

Bygging og rekstur skálans verður í samræmi við það ákvæði deiliskipulags að skálinn verði til almannanota m.a. vegna öryggisþátta og verði opinn öllum, a.m.k. að hluta til og nýtist til almennrar gistingar fyrir veiðifólk og aðra ferðamenn.  
Erindi veiðifélagsins borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 
7. dagskrárliður 1712019 ósk um breytingu á gildandi deiliskipulagi skálasvæðis við Arnarvatn. Borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

 3.        Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 188. fundar frá 6. mars sl.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 4.        Fundargerð ungmennaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 48. fundar frá 15. febrúar sl.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 15:40

Var efnið á síðunni hjálplegt?