289. fundur

289. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 9. nóvember 2017 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti, Elín Jóna Rósinberg, varaoddviti, Elín R. Líndal aðalmaður, Magnús Eðvaldsson, varamaður, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, aðalmaður, Valdimar Gunnlaugsson aðalmaður og Ingimar Sigurðsson aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

Oddviti setti fund.   

1.  Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.

Fundargerð 950. fundar frá 18. október sl.  Fundargerð í 6 liðum.
6. dagskrárliður úthlutun byggingalóðar undir einbýlishús að Lindarvegi 10 til Sveins Inga Bragasonar og Erlu Bjargar Kristinsdóttur borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 951.  fundar frá 30. október sl.  Fundargerð í 6 liðum.
5. dagskrárliður drög að lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög á Norðurlandi vestra borinn undir atkvæði. Afgreiðsla byggðarráðs samþykkt með 7 atkvæðum.  

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.  Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti

Fundargerð 289. fundar  frá 2. nóvember sl.  Fundargerð í 7 liðum.

1. dagskrárliður 1710014  borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður 1711001  borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5. dagskrárliður 1711002  borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
6. dagskrárliður 1711003  borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
7. dagskrárliður 1711005  borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.  Fundargerðir félagsmálaráðs, oddviti kynnti

Fundargerð 184. fundar frá 27. september sl.  Fundargerð í 7 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 185. fundar frá 25. október sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.  Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 153. fundar frá 18. október sl.   Fundargerð í 4 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.  Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 185. fundar frá 1. nóvember sl.  Fundargerð í 3 liðum.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.  Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2017

Viðauki nr.  6

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017.  Um er að ræða tilfærslur milli málaflokka, sjá meðfylgjandi sundurliðun og hefur viðaukinn því ekki áhrif á heildarniðurstöðu áætlunarinnar.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.  Skýrsla sveitarstjóra.

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:03

Var efnið á síðunni hjálplegt?