357. fundur

357. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 1. júní 2023 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður

Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður

Óskar Már Jónsson

Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir.

Fríða Marý Halldórsdóttir boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann í hennar stað.

Starfsmenn

Bogi Kristinsson Magnusen

Elísa Ýr Sverrisdóttir

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir.

1. Erindi nr. 2305049. Lagning vatnsveitu frá Hvammstanga að Laugarbakka, umsókn um framkvæmdarleyfi.

Húnaþing vestra sækir um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu vatnsveitu frá Hvammstanga að Laugarbakka.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfið með fyrirvara um jákvæðar umsagnir frá Vegagerðinni, Minjastofnun og leyfi landeiganda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

2. Erindi nr. 2305050. Grundartún 13, umsókn um stöðuleyfi.

Hvammstak ehf sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á Grundartúni 13, L211553.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stöðuleyfi til eins árs.

EÝS vék af fundi undir þessum lið.

3. Erindi nr. 2305051. Bakkatún 6, umsókn um stöðuleyfi.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á Bakkatúni 6, L211558.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stöðuleyfi til eins árs.

Var efnið á síðunni hjálplegt?