345. fundur

345. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 2. júní 2022 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Birkir Snær Gunnlaugsson, Fríða Marý Halldórsdóttir, Óskar Már Jónsson, Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir.

Starfsmenn

Skipulagsfulltrúi, Bogi Kristinsson Magnusen.

Byggingarfulltrúi, Þorgils Magnússon.

Starfsmaður skipulagsfulltrúa, Elísa Ýr Sverrisdóttir.

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir.

Dagskrá:
1. Erindi nr. 2205026. Forsætisráðuneytið, þjóðlenda.
2. Erindi nr. 2205027. Holtavörðulína 1.
3. Erindi nr. 2205039. Stóri-Ós, Norðurbraut.
4. Erindi nr. 2205041. Grundartún 13-15, byggingarleyfi.


Afgreiðslur:

1. Erindi nr. 2205026. Forsætisráðuneytið, þjóðlenda.
Forsætisráðuneytið óskar eftir stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Heiti fasteignar verður Austurheiði (kallast einnig Austurhluti Víðidalstunguheiðar), sá hluti sem er innan marka Húnaþings vestra og er 156 km² að stærð samkvæmt uppdrætti frá Landform dags. 05.05.2022. Um er að ræða land innan eftirfarandi marka, þ.e. Austurheiði, sem er þjóðlenda og afréttareign Húnaþings vestra. Afmörkun svæðisins er sbr. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013. (Um er að ræða þann hluta þjóðlendunnar sem tilheyrir Húnaþingi vestra, en þjóðlendan fer yfir sveitarfélagamörk)

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun þjóðlendunnar Austurheiði.

 

2. Erindi nr. 2205027. Holtavörðulína 1.
Landsnet vinnur að endurnýjun byggðalínunnar og er Holtavörðuheiðarlína 1 mikilvægur hluti þeirrar uppbyggingar. Holtavörðuheiðarlína 1 er matsskyld framkvæmd samkvæmt liðum 2.02 og 10.15 í 1. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Matsáætlun Holtavörðuheiðarlínu 1, sem hér er lögð fram, er fyrsta skrefið í lögformlegu ferli mats á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við matsáætlunina.


3. Erindi nr. 2205039. Stóri-Ós, Norðurbraut.
Ósbúið ehf sækir um stofnun lóðar úr landi Stóra-Ós, lnr. 144157, samkvæmt uppdrætti gerðum af Ráðbarði sf. verkfræðistofu. Stofnuð lóð fær heitið Norðurbraut. Lóðin verður 13,9 ha.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitastjórn að samþykkja stofnun lóðar, en ekki er hægt að samþykkja nafn lóðar þar sem að heitið Norðurbraut er nú þegar til í sveitarfélaginu.


4. Erindi nr. 2205041. Grundartún 13-15, byggingarleyfi.
Hvammstak ehf sækir um byggingarleyfi fyrir raðhús að Grundartúni 13-15 lnr. 211554, Hvammstanga.
Elísa Ýr Sverrisdóttir víkur af fundi undir lið 4. erindi 2205041.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að veita byggingarleyfi sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag, byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:05

Var efnið á síðunni hjálplegt?