344. fundur

344. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 5. maí 2022 kl. 17:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir, Guðjón Þórarinn Loftsson og Hallfríður Ósk Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Skipulagsfulltrúi, Bogi Kristinsson Magnusen.

Starfsmaður skipulagsfulltrúa, Elísa Ýr Sverrisdóttir.

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir.

Dagskrá:
1. Erindi nr. 2204025. Refssteinsstaðir II, byggingarleyfi.
2. Erindi nr. 2011043. Umferð.
3. Erindi nr. 2204027. Eyri II, breyting á aðalskipulagi.
4. Erindi nr. 2204034. UST, framkvæmdarleyfi.
5. Erindi nr. 2204020. RKÍ, stöðuleyfi
6. Erindi nr. 2205004. Stóra-Hvarf II, stofnun lóðar.
7. Erindi nr. 2205005. Melstaður, byggingarleyfi fyrir fjölorkustöð.
8. Erindi nr. 2203008. Reynhólar, breyting á stærð lóðar frá fyrri umsókn.

Bætt á dagskrá með afbrigðum:

9. Erindi nr. 2205008. Stóra-Borg ytri 1 og 2, sameining landeigna.
10. Erindi nr. 2205014. Litla Ásgeirsá, stofnun lóðar.
11. Erindi nr. 2205017. Borgarbyggð, lýsing á breytingu á aðalskipulagi.

Formaður nefndar óskaði eftir að fá að taka á dagskrá, erindi nr. 2205008. Stóra-Borg ytri 1 og 2, sameining landeigna, erindi nr. 2205014. Litla Ásgeirsá, stofnun lóðar og erindi nr. 2205017. Borgarbyggð, lýsing á breytingu á aðalskipulagi.


Breyting á dagskrá samþykkt með 5 atkvæðum.

Afgreiðslur:

1. Erindi nr. 2204025. Refssteinstaðir II, byggingarleyfi.
Elín Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Áslaug Jónsdóttir og Jón Guðmundsson sækja um byggingarleyfi fyrir 219,9 m² skemmu á Refsteinsstöðum lnr. 186722.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila að falla frá grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

2. Erindi nr. 2011043. Umferð.
Bogi Kristinsson Magnusen skipulagsfulltrúi leggur til við skipulags- og umhverfisráð að hámarkshraði verður færður úr 50 km/klst. í 30 km/klst. á Spítalastíg, Nestúni, Skólavegi og Laufásvegi. Einnig leggur skipulagsfulltrúi til að farið verði í gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Húnaþing vestra. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram verk- og tímaáætlun ásamt kostnaðargreiningu við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Húnaþing vestra.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að hámarkshraði verði færður úr 50 km/klst í 30 km/klst. á Spítalastíg, Nestúni, Skólavegi og Laufásvegi.

3. Erindi nr. 2204027. Eyri II, breyting á aðalskipulagi.
Kolbrún Grétarsdóttir og Jóhann Albertsson sækja um fyrir hönd Gabriele Boiselli að tekið verði til skoðunar að Gabriele verði úthlutað lóð undir íbúðarhús, sem á núverandi skipulagi er iðnaðarlóð. Um lóðina Eyrarland 2 er að ræða. Óskað er eftir því að tekið verði til skoðunar að breyta skipulagi á þann hátt að Eyrarlandi 2 verði breytt úr iðnaðarlóð í íbúðarlóð. Einnig er beðið um að taka til skoðunar að breyta lóðunum þremur í íbúðarlóðir ( 2-6).

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu þar sem svæðið er skilgreint sem iðnaðarsvæði í aðalskipulagi og fáar lausar iðnaðarlóðir til staðar í deiliskipulagi.

4. Erindi nr. 2204034. UST, framkvæmdarleyfi.
Umhverfisstofnun vill vekja athygli á að samkvæmt 6. mgr. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd skal leyfisveitandi senda Umhverfisstofnun afrit af framkvæmda- og byggingarleyfum vegna framkvæmda sem hafa í för með sér röskun á vistkerfum og jarðminjum sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga.

Erindið lagt fram til kynningar.

5. Erindi nr. 2204020. RKÍ, stöðuleyfi.
Guðrún Ragnarsdóttir, fyrir hönd RKÍ, óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám á plani sunnan við Björgunarsveitarhús á Höfðabrautinni. Gámurinn er hugsaður til geymslu á neyðarvarnakerru deildarinnar og best að kerran sé staðsett sem gott aðgengi er.


Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

6. Erindi nr. 2205004. Stóra-Hvarf II, stofnun lands.
Sveitastjóri Húnaþing vestra sækir um stofnun lands úr Stóra-Hvarfi, lnr. 174657, samkvæmt uppdrætti gerðum af Skúla Hún Hilmarssyni dags. 29. apríl 2022. Stofnað land fær heitið Stóra-Hvarf II. Lögbýli og veiðihlunnindi munu fylgja upprunalandi. Stóra-Hvarf verður eftir landskipti ca 2400ha. Sú tala er ekki nákvæm eða samkvæmt landamerkjabréfi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun lóðar Stóra-Hvarfs II og landskiptin.


7. Erindi nr. 2205005. Melstaður, byggingarleyfi fyrir fjölorkustöð.
Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjórum eldsneytisdælum ásamt hleðslubúnaði fyrir rafmagnsbíla á lóð lnr. 220900 Melstaðar í Miðfirði.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að veita byggingarleyfi sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag í samráði við heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

8. Erindi nr. 2203008. Reynhólar, breyting á stærð lóðar frá fyrri umsókn.
Bjarni Páll Vilhjálmsson og Elsa Björk Skúladóttir sækja um stofnun lóðar úr Reynhólum, lnr. 144145, samkvæmt uppdrætti gerðum af Bjarna Þór Einarssyni dags. 19. apríl 2022. Stofnuð lóð fær heitið Reynhólar II. Lóðin er 25.800 m2 og á henni er hlaða og fjárhús, matshlutar 02, 06, 08, 10, 12, 13, 14 og 15, ásamt bygginarreit sem ætlaður er fyrir þrjú smáhýsi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun lóðar.

9. Erindi nr. 2205008. Stóra-Borg ytri 1 og 2, sameining landeigna.
Vélaleigan Lind ehf sækir um að landeignin Stóra-Borg ytri 1 og 2, lnr. 180622, sameinist jörðinni Stóru-Borg ytri 2, lnr. 144569, og verði felld niður eftir sameiningu. samkvæmt uppdrætti gerðum af Skúla Hún Hilmarssyni dags. 3. október 2021. Óskað er eftir því að matshlutar 01 – fjós, 02 – hlaða, og 04 – mjólkurhús á Stóru-Borg ytri 1 og 2 flytjist yfir á Stóru-Borg ytri 2 eftir sameiningu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir sameiningu landareigna.

10. Erindi nr. 2205014. Litla Ásgeirsá, stofnun lóðar.
Bolar ehf sækja um stofnun lóðar úr landi Litlu-Ásgeirsár, lnr. 206544, samkvæmt uppdrætti gerðum af Skúla Hún Hilmarssyni dags. 3. maí 2022. Stofnuð lóð fær heitið Litla-Ásgeirsá 1A. Lóðin verður 480 m2.


Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun lóðar.

11. Erindi nr. 2205017. Borgarbyggð, lýsing á breytingu á aðalskipulagi.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Lýsing á tillögu að skipulagsbreytingu á landnotkun frístundarbyggðar í Víðinesi í landi Hreðavatns.sbr. 1. mgr. 36.gr skipulagslaga nr: 123-2010

Skipulags-og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við lýsingu á breytingu aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:08

Var efnið á síðunni hjálplegt?