339. fundur

339. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 2. desember 2021 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir og Guðjón Þórarinn Loftsson.

Birkir Snær Gunnlaugsson var í fjarfundarbúnaði.

Starfsmenn

Starfsmaður byggingarfulltrúa, Skúli Húnn Hilmarsson.

Starfsmaður skipulagsfulltrúa, Ína Björk Ársælsdóttir.

Fundargerð ritaði: Skúli Húnn Hilmarsson

Dagskrá:
1. Erindi nr. 2109045. Syðri-Þverá II, stofnun lögbýlis.
2. Erindi nr. 2111053. Norðurbraut 10, byggingarleyfi.
Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 2109045. Þórir Júlíusson , f.h. Árna Jóhannessonar, óskar eftir umsögn vegna umsóknar um stofnun lögbýlis á Syðri-Þverá II lnr. 219138. Áform eru um skógrækt og aðra ræktun á jörðinni.
Skipulags- og umhverfisráðs veitir jákvæða umsögn vegna áforma.
2. Erindi nr. 2111053. Pétur Ragnar Arnarsson, kt. 021068-5869, sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi að Norðurbraut 10 samkvæmt innlögðum uppdráttum gerðum af Bjarna Þór Einarssyni. Íbúðarhúsið er 183,3 fermetrar að stærð.
Skipulags- og umhverfisráð bendir á að samkvæmt gildandi deiliskipulagi austan Norðurbrautar kemur fram að Norðurbraut 10 skuli ekki vera stærri en 170m2 að grunnfleti og skal því kynna byggingaráformin íbúum aðliggjandi lóða, Norðurbrautar 12, Fífusunds 8,10,12 og 21.
Pétur Ragnar Arnarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?