337. fundur

337. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 7. október 2021 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir og Hallfríður Ósk Ólafsdóttir.

Guðjón Þórarinn Loftsson boðaði forföll og varamaður gat ekki mætt.

 

Starfsmenn

Starfsmaður byggingarfulltrúa, Skúli Húnn Hilmarsson.

Starfsmaður skipulagsfulltrúa, Ína Björk Ársælsdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Skúli Húnn Hilmarsson

Dagskrá:
1. Erindi nr. 2109016. Framnes, stækkun á lóð og uppsetning garðhýsis.
2. Erindi nr. 2109048. Kolbeinsá, niðurrif bygginga.
3. Erindi nr. 2109072. Kista, stofnun lóðar.
4. Erindi nr. 2110001. Sigríðarstaðir, stofnun lóðar.
5. Erindi nr. 2110002. Vesturhópshólar, stofnun lóðar.
6. Erindi nr. 2110008. Bjarnarstaðir, uppskipting lóðar.
7. Erindi nr. 2109051. Melstaður, skilti á lóð.
8. Erindi nr. 2109032. Fjarðarhorn, framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt.


Tekið á dagskrá:
9. Erindi nr. 2110017. Stóra-Borg ytri 2, hnitsetning jarðar.
10. Erindi nr. 2110016. Brekkulækur, breyting staðfanga.
11. Erindi nr. 2110015. Dæli, flutningur smáhýsa.


Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 2109016. Freyja Ólafsdóttir, kt. 180567-5779, þinglýstur eigandi F2134191 á lóð L144429 – Framnes sækir um að:
a) Setja niður garðhýsi allt að 14,9 fm. á lóðinni í samræmi við innlögð gögn.
b) Lóðir bátaskýlis og íbúðarhúss verði sameinaðar, og lóð íbúðarhúss stækkuð til norðurs til samræmis við lóð bátaskýlis.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við að garðhýsi verði sett innan núverandi skilgreindrar lóðar íbúðarhúss, enda uppfylli garðhýsið og frágangur þess ákvæði Byggingarreglugerðar.
Skipulags- og umhverfisráð vísar hluta erindis um lóðarbreytingar til endurskoðunar aðalskipulags og frestar afgreiðslu.
2. Erindi nr. 2109048. Hannes Hilmarsson, kt. 050469-3289, sækir um leyfi til að rífa mhl.05-fjárhús og mhl.07-hlöðu á Kolbeinsá 1 lnr.142202.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn veðbókavottorði vegna ofantalinna bygginga. Ráðið bendir á að farga skal úrgangi í samráði við Heilbrigðiseftirlit norðurlands vestra.
3. Erindi nr. 2109072. Valdimar Ingi Eggertsson, kt. 010559-4059, sækir um að stofna lóð úr Kistu lnr. 144543 samkvæmt innlögðum uppdrætti frá Vegagerðinni, kt.680269-2899.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.
4. Erindi nr. 2110001. Þingeyrarbúið ehf., kt. 680297-2319, sækir um að stofna lóð úr Sigríðarstöðum lnr. 144567 samkvæmt innlögðum uppdrætti frá Vegagerðinni, kt.680269-2899.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.
5. Erindi nr. 2110002. Margrét Bára Hjaltadóttir, kt. 110458-6149, og Guðmundur Hinrik Hjaltason, kt. 240753-2199, sækja um að stofna lóð úr Vesturhópshólum lnr. 144587 samkvæmt innlögðum uppdrætti frá Vegagerðinni, kt.680269-2899.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.
6. Erindi nr. 2110008. Sigríður Petra Friðriksdóttir, kt. 310849-2359, og Karl Friðriksson, kt. 020255-5879, sækja um uppskiptingu á Bjarnarstöðum lnr. 215248 og jafnframt að hlutar verði sameinaðir Hrísaseli lnr. 144613 og Fit lnr. 219028 samkvæmt innlögðum uppdrætti gerðum af Önnu Margréti Jónsdóttur.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.
7. Erindi nr. 2109051. G. Oddur Víðisson, kt. 220564-4369, sækir fyrir hönd Skeljungs hf., kt. 590269-1749, um leyfi fyrir uppsetningu á ljósaskilti á Melstað þjónustulóð lnr. 220900 samkvæmt innlögðum uppdrætti. Upplýsingar um þjónustu Orkunnar á Hvammstanga mun verða á skiltinu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið þar sem um viðskipta og þjónustulóð er að ræða, með fyrirvara um samþykki landeiganda. Gefið er leyfi til 5 ára með möguleika á framlengingu.
8. Erindi nr. 2109032. Festi fasteignir ehf. kt. 581113-1100 tilkynnir um fyrirhugaða skógrækt á jörðinni Fjarðarhorn landnr. 142188 í sveitarfélaginu Húnaþingi vestra, meðfylgjandi er greinagerð dags. 15.09.2021.
Fyrirhugað skógræktarsvæði er 199 ha. að stærð. Um er að ræða hlíðina þvert yfir jörðina ofan við húsin í Fjarðarhorni og kringum Markhöfða ofan Innstrandarvegs. Landið í fyrirhugaðri skógrækt snýr að mestu á móti austri. Það afmarkast af lækjardrögum við landamerkjagirðingu að Fögrubrekku og í norðri af landamerkjagirðingu að Valdasteinsstöðum. Í austri afmarkast landið af Innstrandarvegi að norðanverðu og af túnum kringum Fjarðarhorn til suðurs. Til vesturs nær skógræktin upp í 100-150 m.y.s.
Skipulags- og umhverfisráð telur áform um skógrækt í landi Fjarðarhorns falla að stefnu sveitarfélagsins sem er sett fram með Aðalskipulagi 2014-2026 í kafla 3.3.7 Skógræktar- og landgræðslusvæði og kafla 3.1 um stefnu aðalskipulags um skógrækt og landgræðslusvæði í fylgjandi umhverfismatsskýrslu. Framkvæmdin fellur undir flokk C og er því ekki háð mati á umhverfisáhrifum eða tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar sbr. 2. mgr. 6. gr laga 106/2000. Framkvæmdin er ekki háð leyfum samkvæmt lögum um mannvirki, eða leyfi Mannvirkjastofnunar. sbr. lög 106/2000.
Framkvæmdin er metin framkvæmdaleyfisskyld skv. 4. og 5. gr. reglugerðar 772/2012. Með leyfisumsókn fylgi umsagnir Minjavarðar og Vegagerðarinnar. Jafnframt verði áformin kynnt eigendum aðliggjandi jarða.

 

Tekið á dagskrá:

9. Erindi nr. 2110017. Steinþór Hjaltason sækir fyrir hönd Vélaleigunnar Lind ehf., kt. 420115-1130, Sóru-Borgar ehf., kt.470717-1570, um staðfestingu á afmörkun Stóru-Borgar ytri 2 lnr. 144569 samkvæmt innlögðum uppdrætti gerðum af Káraborg ehf.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir afmörkun en bendir á að samþykki eigenda aðliggjandi jarða þarf að liggja fyrir.
10. Erindi nr. 2110016. Arinbjörn Jóhannesson, kt. 050350-7469, eigandi Brekkulækjar ehf., Brekkulækjar II, F2317856, og Brekkulækjar H, F2133283, sækir um leyfi til að breyta nöfnum á framangreindum fasteignum þannig að Brekkulækur II, F2317856, verði Brekkulækur III og Brekkulækur H, F2133283, verði Brekkulækur II.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytt nöfn, (staðföng).
11. Erindi nr. 2110015. Víglundur Gunnþórsson sækir fyrir hönd Dælis ehf., kt. 4205162820, um leyfi fyrir flutningi smáhýsa, mhl. 20, 21, 22, 23, 24 og 25, af jörðinni Dæli lnr. 144603.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?