332. fundur

332. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 6. maí 2021 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðjón Þórarinn Loftsson, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir og Hallfríður Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi, Þorgils Magnússon

Aðstoðarmaður Byggingarfulltrúa, Skúli Húnn Hilmarsson

Fundargerð ritaði: Ína Björk Ársælsdóttir.

Dagskrá:

1. Erindi nr. 2104006. Stóra-Ásgeirsá land, nýtt staðfang.

2. Erindi nr. 2104063. Hvarf, hnitsetning.

3. Erindi nr. 2104039. Heggstaðir, niðurrif.

4. Erindi nr. 2104058. Eyri, niðurrif.

5. Erindi nr. 2105008. Stóra Borg ytri 1&2, niðurrif.

6. Erindi nr. 2105009. Stóra Borg ytri 2, niðurrif.

7. Erindi nr. 2105016. Stóra Borg ytri stofnun lóðar.

8. Erindi nr. 2104056. Húnavatnshreppur, umsögn um skipulag.

9. Erindi nr. 2104057. Borgarbyggð, umsögn um skipulag.

10. Erindi nr. 2104064. Húnaþing vestra, ljósleiðari Hrútafirði, framkvæmdaleyfi.

11. Erindi nr. 2103018. Vegagerðin, Vatnsnesvegur/Hólaá, framkvæmdaleyfi.

Afgreiðslur:

1. Erindi nr. 2103058. Aðalheiður Einarsdóttir kt. 050860-4349 og Jón Ingi Björgvinsson kt. 191163-3469 eigendur landareignarinnar Stóru-Ásgeirsár land, lnr. 217997 sækja um heimild til að breyta nafni (staðfangi) landsins í Öllukot.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir nafnabreytinguna.

2. Erindi nr. 2104063. Jónína Sigurðardóttir kt. 200856-5469 eigandi landareigna í sumahúsahverfinu að Hvarfi, óskar eftir staðfestingu á hnitsetningu lóða. Framlagður uppdráttur með hnitsetningu dagss. 29.04.2021.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda. Með fyrirvara um samþykki meðeigenda og annara landeigenda á svæðinu.

3. Erindi nr. 2104039. Jón Pálsson Leví kt. 130960-3679 og Helgi Annas Pálsson Leví kt. 090665-4139 eigendur Heggsstaða lnr. 144110 sækja með bréfi dagsettu 15. apríl 2021 um leyfi til að rífa íbúðarhús mhl. 02, geymslu mhl. 13, geymslu mhl. 14. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjenda, með fyrirvara um leyfi Minjastofnunar vegna aldurs húsanna. Bent á að skila þarf inn veðbókavottorði vegna ofantalinna bygginga. Ráðið bendir á að farga skal úrgangi í samráði við Heilbrigðiseftirlit norðurlands vestra.

4. Erindi nr. 2104058. Kolbrún Grétarsdóttir kt. 080469-5279 og Jóhann Albertsson kt. 240758-3859 eigendur Eyrar lnr. 144421 sækja með bréfi dagsettu 27. apríl 2021 um leyfi til að rífa gamalt íbúðarhús á lóðinni sem skráð er geymsla mhl. 03, 04 og 05. Fyrirhugað er að byggja nýtt hús á lóðinni.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn veðbókavottorði vegna ofantalinna bygginga. Ráðið bendir á að farga skal úrgangi í samráði við Heilbrigðiseftirlit norðurlands vestra.

5. Erindi nr. 2105008. Stóraborg ehf. kt. 680906-0920 og Vélaleigan Lind ehf. kt. 420115-1130, eigendur jarðarinnar Stóra-Borg Ytri 1 og 2 lnr. 180622 sækja um leyfi til að rífa Haugstæði mhl. 03. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn veðbókavottorði vegna ofantalinna bygginga. Ráðið bendir á að farga skal úrgangi í samráði við Heilbrigðiseftirlit norðurlands vestra.

6. Erindi nr. 2105009. Stóraborg ehf. kt. 680906-0920 og Vélaleigan Lind ehf. kt. 420115-1130, eigendur jarðarinnar Stóra-Borg ytri 2 lnr. 144569 sækja um leyfi til að rífa fjáhús mhl 05, hlöðu mhl. 06, hlöðu mhl. 07, votheysturn mhl. 09, fjárhús mhl. 11 og hesthús mhl. 12. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, en bendir á að skila þarf inn veðbókavottorði vegna ofantalinna bygginga. Ráðið bendir á að farga skal úrgangi í samráði við Heilbrigðiseftirlit norðurlands vestra.

7. Erindi nr. 2105016. Stóraborg ehf. kt. 680906-0920 og Vélaleigan Lind ehf. kt. 420115-1130, eigendur jarðanna Stóra-Borg ytri 1, lnr. 144568 og Stóra-Borg ytri 2, lnr. 144569, sækja um stofnun lóðar úr fyrrgreindum jörðum samkvæmt framlögðum uppdrætti dagsettum 01.05.2021. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda, með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist. Skila þarf inn veðbókavottorði fyrir upprunaland.

8. Erindi nr. 2103055. Húnavatnshreppur óskar eftir með tölvubréfi dagsettu 27. apríl 2021eftir umsögn Húnaþings vestra á breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 og nýju deiliskipulagi við Gedduhöfða.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.

9. Erindi nr. 2104057. Borgarbyggð óskar eftir með tölvubréfi dagsettu 12. apríl 2021 eftir umsögn Húnaþings vestra við breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna breyttrar landnotkunar í landi Stafholtsveggja II.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.

10. Erindi nr. 2104064. Húnaþing vestra sækir um með umsókn dags. 30. apríl 2021 eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara á Heggstaðanesi og Hrútafirði 2021. Framlagðir uppdrættir með lagnaleið dags. 30.04.2021 og 03.05.2021. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

11. Erindi nr. 2103018. Magnús Björnsson sækir fyrir hönd Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu nýrrar brúar á Vatnsnesvegi (711) yfir Vesturhópshólaá, nýbyggingu Vatnsnesvegar á um 1 km löngum kafla og endurbyggingu á 1,2 km kafla Vatnsnesvegar. Efni í fyllingar og fláafleyga verður tekið úr Þorfinnsstaðanámu, um 35.000 m3. Efni í burðarlag og klæðingu verður tekið úr námunni Tagl við Bjarghús, 5.000 m3. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins. Svæðið hefur ekki verið deiliskipulagt. Framkvæmdin er á svæði á náttúruminjaskrá, 404 Björg og Borgarvirki, og fellur því undir lið 10.09 í viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun úrskurðaði 30.04.2021 að framkvæmdin væri ekki matskyld. Minjastofnun hefur gefið jákvæða umsögn um verkið ásamt Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun.

Skipulags- og umhverfisráð er samþykkt veitingu framkvæmdaleyfis, að því tilskyldu að fyrir liggi samningur við landeiganda um efnistöku og vegsvæði. Að efnistöku lokinni verði svæðið jafnað og gengið frá því í samráði við landeigendur.

Lagt fram til kynningar: Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 62, 63 og 64.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:40

Var efnið á síðunni hjálplegt?