322. fundur

322. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 2. júlí 2020 kl. 17:00 Í fundarsal ráðhússins.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir, Guðjón Þórarinn Loftsson og Hallfríður Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

  1.   Erindi nr. 2006027. Neðri-Þverá, staðfang lóðar.
  2.   Erindi nr. 2006055. Stofnun lóðar úr landi Reykja í Hrútafirði.
  3.   Erindi nr. 2007001. Neðri-Fitjar, byggingarreitur.

 

Afgreiðslur:

     1.         Erindi 2006027. Rúnar Kristjánsson, kt.  030365-4969, sækir með tölvupósti mótteknum 21. apríl sl. um leyfi til að breyta nafni (staðfangi) lóðarinnar Neðri-Þverár lóðar, L193433, í Þverá.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytt staðfang, með fyrirvara um staðfestingu Þjóðskrár.

     2.         Erindi 2006055. Hulda Einardóttir og Þorsteinn H. Sigurjónsson sækja, með erindi dagsettu 29. júní 2020, um leyfi til að stofna 900 m2 lóð úr jörðinni Reykjum í Hrútafirði, L144036. Lóðin verður með aðkomu frá Þjóðvegi 1. Áætlað er að byggja íbúðarhús á lóðinni. Lóðin fær heitið Grænahlíð og landnúmerið L230258. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur eftir Skúla Hún Hilmarsson, móttekinn 30. júní sl.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

     3.         Erindi nr. 2007001. Gunnar Þorgeirsson , kt. 240767-5119, sækir með erindi dagsettu 30. júní sl. um staðfestingu á byggingarreit fyrir íbúðarhús á Neðri-Fitjum, L144627. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur eftir Skúla Hún Hilmarsson.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingarreitinn.

 

Lagt fram til kynningar:

Fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 52, 53 og 54.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

                                                                                                           Fundi slitið kl. 17:30

Var efnið á síðunni hjálplegt?